Lög til heiðurs sauðkindinni 4. desember 2010 13:00 Saxófónleikarinn hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu, Horn. Jóel Pálsson segir það á við sjö háskólagráður að reka sprotafyrirtæki á borð við Farmers Market. Hann var að gefa út fimmtu sólóplötu sína og segir viðskiptin og tónlistina passa ágætlega saman. Saxófónleikarinn Jóel Pálsson hefur sent frá sér fimmtu sólóplötu sína, Horn. Platan er sjálfstætt framhald síðustu plötu Jóels, Varp, sem var valin ein af plötum ársins af bandaríska tímaritinu All About Jazz auk þess að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Jazzplata ársins. Síðan Varp kom út fyrir fjórum árum hefur Jóel haft í nógu að snúast. „Ég er búinn að vera að sýsla við ansi margt. Ég hef spilað úti um allar trissur með hinum og þessum. Svo hef ég verið að koma á legg sprotafyrirtæki sem hefur undið mikið upp á sig. Það hefur tekið töluverðan tíma og orku," segir Jóel og á þar við fatalínuna Farmers Market. „Það hefur verið svakalega skemmtilegt og það er á við sjö háskólagráður að standa í slíku." Spurður hvernig viðskiptin fari saman við tónlistina segir Jóel: „Maður getur svolítið stjórnað því sjálfur. Ég var búinn að vera algjörlega í músíkinni í tíu ár áður en ég fór að gera þetta. Ég var orðinn þyrstur í að læra eitthvað nýtt." Platan Horn er sannkallaður suðupottur þar sem ægir saman áhrifum úr ýmsum áttum, svo sem fönki, pönki, frjálsdjassi, svingi, rokki og kirkjumúsík. Auk Jóels spila á plötunni Davíð Þór Jónsson, Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson og Ari Bragi Kárason. Tvö lög, Tog og Þel, eru til heiðurs íslensku sauðkindinni en ullin af henni hefur verið notuð mikið hjá Farmers Market. „Mér finnst hún alveg eiga það inni hjá okkur," segir Jóel. Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir 12. desember á Café Rosenberg. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira
Jóel Pálsson segir það á við sjö háskólagráður að reka sprotafyrirtæki á borð við Farmers Market. Hann var að gefa út fimmtu sólóplötu sína og segir viðskiptin og tónlistina passa ágætlega saman. Saxófónleikarinn Jóel Pálsson hefur sent frá sér fimmtu sólóplötu sína, Horn. Platan er sjálfstætt framhald síðustu plötu Jóels, Varp, sem var valin ein af plötum ársins af bandaríska tímaritinu All About Jazz auk þess að hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Jazzplata ársins. Síðan Varp kom út fyrir fjórum árum hefur Jóel haft í nógu að snúast. „Ég er búinn að vera að sýsla við ansi margt. Ég hef spilað úti um allar trissur með hinum og þessum. Svo hef ég verið að koma á legg sprotafyrirtæki sem hefur undið mikið upp á sig. Það hefur tekið töluverðan tíma og orku," segir Jóel og á þar við fatalínuna Farmers Market. „Það hefur verið svakalega skemmtilegt og það er á við sjö háskólagráður að standa í slíku." Spurður hvernig viðskiptin fari saman við tónlistina segir Jóel: „Maður getur svolítið stjórnað því sjálfur. Ég var búinn að vera algjörlega í músíkinni í tíu ár áður en ég fór að gera þetta. Ég var orðinn þyrstur í að læra eitthvað nýtt." Platan Horn er sannkallaður suðupottur þar sem ægir saman áhrifum úr ýmsum áttum, svo sem fönki, pönki, frjálsdjassi, svingi, rokki og kirkjumúsík. Auk Jóels spila á plötunni Davíð Þór Jónsson, Einar Scheving, Eyþór Gunnarsson og Ari Bragi Kárason. Tvö lög, Tog og Þel, eru til heiðurs íslensku sauðkindinni en ullin af henni hefur verið notuð mikið hjá Farmers Market. „Mér finnst hún alveg eiga það inni hjá okkur," segir Jóel. Útgáfutónleikar vegna nýju plötunnar verða haldnir 12. desember á Café Rosenberg. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira