Íslenskur iPhone-leikur á markað 2. desember 2010 12:30 vilja fá krakkana í klassíkina Strákarnir hjá fyrirtækinu Fancy Pants Global hafa hannað íslenskan iPhone-leik sem kynnir klassíska tónlist fyrir ungu fólki. fréttablaðið/anton „Grunnpælingin er að færa heim klassískrar tónlistar nær börnum,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, en í dag kemur út íslenskur tölvuleikur fyrir iPhone sem byggður er á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur um forvitnu músina Maxímús. Viggó Ingimar stofnaði fyrirtækið Fancy Pants Global fyrir rúmu ári ásamt félögum sínum, en fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins kom upp sú hugmynd að gera tölvuleik fyrir Maxímús Músíkus ehf. „Við fengum úthlutað skrifstofurými í Kveikjunni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, en þar voru stelpurnar í Maxímús Músíkús einnig með skrifstofu. Í einhverjum kaffitímanum kom svo bara þessi klikkaða hugmynd um að gera iPhone-tölvuleik fyrir þær,“ segir Viggó. Hann segir marga unga krakka í dag ekki kynnast klassískri tónlist, þar sem foreldrarnir spili bara FM 957 og X-ið. „Við fórum að hugsa hvernig við gætum fært þennan klassíska heim nær krökkunum og gert hann áhugaverðan og skemmtilegan. Við hönnuðum því leik þar sem krakkarnir geta spilað á hljóðfærin sem eru áberandi í klassískri tónlist,“ segir Viggó. Hann segir leikinn einfaldlega vera þannig að hægt sé að velja sér nokkrar tegundir hljóðfæra, lítill lagstúfur sé spilaður og sá sem spili leikinn eigi að endurtaka nóturnar sem hann heyrir. Viggó segir þó að þeir sem eigi iPhone hér á landi gætu átt í erfiðleikum með að eignast leikinn. „Þeir sem nota iPhone hafa aðgang að miðlægri búð sem heitir App Store og þangað geta allir sótt leiki, þar á meðal leikinn okkar, og borgað um tvo dali fyrir. App Store er hins vegar ekki lögleg á Íslandi,“ segir Viggó, en bætir við í léttum dúr að einhverjar krókaleiðir séu þó mögulegar.- ka Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Grunnpælingin er að færa heim klassískrar tónlistar nær börnum,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, en í dag kemur út íslenskur tölvuleikur fyrir iPhone sem byggður er á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur um forvitnu músina Maxímús. Viggó Ingimar stofnaði fyrirtækið Fancy Pants Global fyrir rúmu ári ásamt félögum sínum, en fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins kom upp sú hugmynd að gera tölvuleik fyrir Maxímús Músíkus ehf. „Við fengum úthlutað skrifstofurými í Kveikjunni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, en þar voru stelpurnar í Maxímús Músíkús einnig með skrifstofu. Í einhverjum kaffitímanum kom svo bara þessi klikkaða hugmynd um að gera iPhone-tölvuleik fyrir þær,“ segir Viggó. Hann segir marga unga krakka í dag ekki kynnast klassískri tónlist, þar sem foreldrarnir spili bara FM 957 og X-ið. „Við fórum að hugsa hvernig við gætum fært þennan klassíska heim nær krökkunum og gert hann áhugaverðan og skemmtilegan. Við hönnuðum því leik þar sem krakkarnir geta spilað á hljóðfærin sem eru áberandi í klassískri tónlist,“ segir Viggó. Hann segir leikinn einfaldlega vera þannig að hægt sé að velja sér nokkrar tegundir hljóðfæra, lítill lagstúfur sé spilaður og sá sem spili leikinn eigi að endurtaka nóturnar sem hann heyrir. Viggó segir þó að þeir sem eigi iPhone hér á landi gætu átt í erfiðleikum með að eignast leikinn. „Þeir sem nota iPhone hafa aðgang að miðlægri búð sem heitir App Store og þangað geta allir sótt leiki, þar á meðal leikinn okkar, og borgað um tvo dali fyrir. App Store er hins vegar ekki lögleg á Íslandi,“ segir Viggó, en bætir við í léttum dúr að einhverjar krókaleiðir séu þó mögulegar.- ka
Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira