Ögurstund í uppsiglingu fyrir Björgólf Thor Björgólfsson 8. mars 2010 12:11 Fari svo að Actavis nái því að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með aðstoð Deutsche Bank er runnin upp ögurstund fyrir Björgólf Thor Björgólfsson.Reiknað er með að Deutsche Bank muni endurskipuleggja rekstur hins sameinaða fyrirtækis á þann hátt að breyta skuldum Actavis hjá Deutsche Bank í hlutafé þannig að bankinn eigi auðveldara með að selja fyrirtækið seinna meir. Þá vaknar upp spurningin um hvað verði um eignarhlut Björgólfs Thors og hversu mikið hann verður „þynntur út" í endurskipulagningunni.Reuters hefur fjallað töluvert um kaupin á Ratiopharm síðustu daga. Actavis á í baráttu við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitaleyfjafyrirtæki heimsins staðsett í Ísrael.„Fari svo að Actavis sigri myndi slíkt vera sjaldgæft dæmi um endurskipulagingu með kaupsamningi og þar með draga úr hættunni á því að Deutsche Bank tapi miklu á stærsta hlutanum af áhættulánum sínum frá dögunum frá því fyrir fjármálakreppuna," segir í einni fréttinni um málið á Reuters.Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Actavis árið 2007 með skuldsettri yfirtöku. Stærsti lánveitandinn var Deutsche Bank en heldur nú á yfir 4 milljörðum evra af skuldum Actavis. Aðrir sem lögðu í púkkið voru Landsbankinn, Straumur og Glitnir.Deutsche Bank reyndi að endurselja skuld Actavis í árslok 2007 til annarra banka. Í boði voru tvö tilboð, annað upp á 3 milljarða evra og hitt upp á einn milljarð evra. Hinsvegar olli aukinn óróleiki á alþjóðamörkuðum á þeim tíma því að enginn vildi kaupa. Í fyrra var síðan reynt að selja Actavis í heild en verðmiði upp á fimm milljarða evra fældi fjárfesta frá kaupunum.Með því að sameina Ratiopharm og Actavis næst margvíslegt hagræði í rekstri beggja fyrirtækja og myndi hið sameinaða fyrirtæki skila hagræði upp á um 300 milljónir evra sem er svipuð upphæð og nemur árlegum brúttóhagnaði Ratiopharm í dag. Credit Suisse telur að Ratiopharm-Actavis myndi verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins hvað sölu varðar.Ekki er ljóst hver áhrifin af kaupum Actavis á Ratiopharm yrðu á fjárhagsstöðu Björgólfs Thors. Fari svo að Deutsche Bank taki til sín stærstan hlutan af fyrirtækinu með skiptum á skuld fyrir hlutabréf í endurskipulagingunni í kjölfar kaupanna mun eignarhlutur Björgólfs minnka að mun. Eftir slíkt yrði hann tæpast mældur sem milljarðamæringur lengur á alþjóðlega vísu. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Fari svo að Actavis nái því að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með aðstoð Deutsche Bank er runnin upp ögurstund fyrir Björgólf Thor Björgólfsson.Reiknað er með að Deutsche Bank muni endurskipuleggja rekstur hins sameinaða fyrirtækis á þann hátt að breyta skuldum Actavis hjá Deutsche Bank í hlutafé þannig að bankinn eigi auðveldara með að selja fyrirtækið seinna meir. Þá vaknar upp spurningin um hvað verði um eignarhlut Björgólfs Thors og hversu mikið hann verður „þynntur út" í endurskipulagningunni.Reuters hefur fjallað töluvert um kaupin á Ratiopharm síðustu daga. Actavis á í baráttu við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitaleyfjafyrirtæki heimsins staðsett í Ísrael.„Fari svo að Actavis sigri myndi slíkt vera sjaldgæft dæmi um endurskipulagingu með kaupsamningi og þar með draga úr hættunni á því að Deutsche Bank tapi miklu á stærsta hlutanum af áhættulánum sínum frá dögunum frá því fyrir fjármálakreppuna," segir í einni fréttinni um málið á Reuters.Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Actavis árið 2007 með skuldsettri yfirtöku. Stærsti lánveitandinn var Deutsche Bank en heldur nú á yfir 4 milljörðum evra af skuldum Actavis. Aðrir sem lögðu í púkkið voru Landsbankinn, Straumur og Glitnir.Deutsche Bank reyndi að endurselja skuld Actavis í árslok 2007 til annarra banka. Í boði voru tvö tilboð, annað upp á 3 milljarða evra og hitt upp á einn milljarð evra. Hinsvegar olli aukinn óróleiki á alþjóðamörkuðum á þeim tíma því að enginn vildi kaupa. Í fyrra var síðan reynt að selja Actavis í heild en verðmiði upp á fimm milljarða evra fældi fjárfesta frá kaupunum.Með því að sameina Ratiopharm og Actavis næst margvíslegt hagræði í rekstri beggja fyrirtækja og myndi hið sameinaða fyrirtæki skila hagræði upp á um 300 milljónir evra sem er svipuð upphæð og nemur árlegum brúttóhagnaði Ratiopharm í dag. Credit Suisse telur að Ratiopharm-Actavis myndi verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins hvað sölu varðar.Ekki er ljóst hver áhrifin af kaupum Actavis á Ratiopharm yrðu á fjárhagsstöðu Björgólfs Thors. Fari svo að Deutsche Bank taki til sín stærstan hlutan af fyrirtækinu með skiptum á skuld fyrir hlutabréf í endurskipulagingunni í kjölfar kaupanna mun eignarhlutur Björgólfs minnka að mun. Eftir slíkt yrði hann tæpast mældur sem milljarðamæringur lengur á alþjóðlega vísu.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent