Vitringurinn með gjafakortið Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:15 Á morgun er Þorláksmessa. Margir eiga sér tiltekna hefð þennan dag. Sumar fjölskyldur koma saman til að borða skötu, aðrar njóta samverustundar við að skreyta jólatréð. Enn aðrar hafa í heiðri gamlan sið sem á mörgum heimilum er talinn ómissandi hluti af jólahátíðinni; að hringsóla um miðbæ Reykjavíkur í leit að bílastæði. Eftir áralanga þjálfun hef ég uppgötvað hvernig á að verða sér úti um stæði í bænum síðasta verslunardag fyrir jól. Galdurinn er að svipast um eftir þreytulegum gangandi vegfaranda klyfjuðum pokum og fylgja honum eftir eins og vitringarnir fylgdu Betlehemstjörnunni forðum. Rétt eins og stjarnan leiddi vitringana að bílastæði þess tíma mun vegfarandinn á endanum leiða mann að bílnum sínum sem hann bakkar út, og „voila": Stæði. Ef aðeins framhald bæjarferðarinnar væri jafnauðvelt og gull, reykelsi og myrra. Algeng hliðarverkun þess að stunda jaðarsportið „að-bíða-með-gjafakaup-fram-á-Þorláksmessu" er að enda með bunka af gjafakortum í innkaupapokanum. Þeim sem fyrst tókst að pranga gjafakorti upp á andvaralausan viðskiptavin hlýtur að teljast afbragðssölumaður. Hann fékk viðkomandi til að skipta á venjulegum peningum og gjaldmiðli sem er töluvert verðminni vegna þeirra takmarkana sem hann er háður. Þótt tíu mínútum í lokun á Þorláksmessu kunni gjafakort að virðast góð hugmynd er fjöldi ástæðna fyrir því að sneiða hjá þeim: 1) Gjafakort eru eins og peningar með minna notagildi. Peninga er hægt að nota alls staðar. Gjafakortum er hins vegar yfirleitt aðeins hægt að framvísa á útvöldum stöðum. Fylgdi afsláttur gjafakortinu fælist ef til vill sanngirni í skiptunum en sú er sjaldnast raunin. 2) Gjafakort verður að nota fyrir ákveðinn tíma. Venjulegir peningar renna ekki út. 3) Gjafakort felur í sér fyrirhöfn fyrir viðtakanda gjafarinnar. Eins og fólk eigi ekki nóg með að velja jólagjafir handa öðrum. 4) Á gjafakortum verða oft afgangspeningar sem nýtast ekki. 5) Gjafakort eru vaxtalaus. Væru fjármunirnir geymdir í banka myndu þeir ávaxtast. Í staðinn étur verðbólga upp inneignina. 6) Gjafakort ber vott um uppgjöf gefandans. Í kortinu gæti staðið: „Gleðileg jól, ég gefst upp." Sá hefði þótt slappur vitringur sem gaf Jesúbarninu gjafakort í verslunarmiðstöðina í Betlehem í stað gulls, reykelsis og myrru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Á morgun er Þorláksmessa. Margir eiga sér tiltekna hefð þennan dag. Sumar fjölskyldur koma saman til að borða skötu, aðrar njóta samverustundar við að skreyta jólatréð. Enn aðrar hafa í heiðri gamlan sið sem á mörgum heimilum er talinn ómissandi hluti af jólahátíðinni; að hringsóla um miðbæ Reykjavíkur í leit að bílastæði. Eftir áralanga þjálfun hef ég uppgötvað hvernig á að verða sér úti um stæði í bænum síðasta verslunardag fyrir jól. Galdurinn er að svipast um eftir þreytulegum gangandi vegfaranda klyfjuðum pokum og fylgja honum eftir eins og vitringarnir fylgdu Betlehemstjörnunni forðum. Rétt eins og stjarnan leiddi vitringana að bílastæði þess tíma mun vegfarandinn á endanum leiða mann að bílnum sínum sem hann bakkar út, og „voila": Stæði. Ef aðeins framhald bæjarferðarinnar væri jafnauðvelt og gull, reykelsi og myrra. Algeng hliðarverkun þess að stunda jaðarsportið „að-bíða-með-gjafakaup-fram-á-Þorláksmessu" er að enda með bunka af gjafakortum í innkaupapokanum. Þeim sem fyrst tókst að pranga gjafakorti upp á andvaralausan viðskiptavin hlýtur að teljast afbragðssölumaður. Hann fékk viðkomandi til að skipta á venjulegum peningum og gjaldmiðli sem er töluvert verðminni vegna þeirra takmarkana sem hann er háður. Þótt tíu mínútum í lokun á Þorláksmessu kunni gjafakort að virðast góð hugmynd er fjöldi ástæðna fyrir því að sneiða hjá þeim: 1) Gjafakort eru eins og peningar með minna notagildi. Peninga er hægt að nota alls staðar. Gjafakortum er hins vegar yfirleitt aðeins hægt að framvísa á útvöldum stöðum. Fylgdi afsláttur gjafakortinu fælist ef til vill sanngirni í skiptunum en sú er sjaldnast raunin. 2) Gjafakort verður að nota fyrir ákveðinn tíma. Venjulegir peningar renna ekki út. 3) Gjafakort felur í sér fyrirhöfn fyrir viðtakanda gjafarinnar. Eins og fólk eigi ekki nóg með að velja jólagjafir handa öðrum. 4) Á gjafakortum verða oft afgangspeningar sem nýtast ekki. 5) Gjafakort eru vaxtalaus. Væru fjármunirnir geymdir í banka myndu þeir ávaxtast. Í staðinn étur verðbólga upp inneignina. 6) Gjafakort ber vott um uppgjöf gefandans. Í kortinu gæti staðið: „Gleðileg jól, ég gefst upp." Sá hefði þótt slappur vitringur sem gaf Jesúbarninu gjafakort í verslunarmiðstöðina í Betlehem í stað gulls, reykelsis og myrru.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun