Úr fótbolta í flugfreyjuna 17. júní 2010 06:00 hættur í boltanum Eggert hefur skipt út takkaskónum fyrir flugfreyjuna og líkar vel. fréttablaðið/pjetur Eggert Stefánsson, fyrrverandi leikmaður Fram í fótbolta, hefur algjörlega söðlað um starfsvettvang og er farinn að skenkja kaffi í háloftunum. Eggert er kominn úr mikilli íþróttafjölskyldu en bræður hans eru Ólafur Stefánsson handboltakappi og Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður. Hann er lærður flugmaður en mikill samdráttur er í þeim geira eins og annars staðar. „Ég kláraði flugmanninn í fyrra og þegar ég sá að Iceland Express auglýsti eftir flugliðum í byrjun árs stökk ég á það,“ segir Eggert. „Mig langaði að koma mér inn í fluggeirann og sé alls ekki eftir því. Flugfreyjustarfið hefur komið mér skemmtilega á óvart.“ Eggert stefnir á flugmanninn í framtíðinni, hér heima eða úti. Til að vera flugliði þarf maður að kunna eitt tungumál fyrir utan íslensku og ensku en Eggert er uppalinn að hluta í Svíþjóð og getur bjargað sér á þýsku. „Fyrsta flugið mitt var einmitt til Þýskalands en ég þorði ekki að spreyta mig á hátalarakerfinu þá. Ég þarf aðeins að dusta rykið af skólaþýskunni.“ Eggert er sammála því að stökkið frá sveittri fótboltatreyju í flugfreyjubúning sé stórt en að starfið feli í sér mikið meira en bara kaffi-uppáhellingar. „Auðvitað snýst þetta mikið um að vera notalegur, almennilegur og þjónusta fólk en þetta er fyrst og fremst öryggisstarf. Maður þurfti að taka á honum stóra sínum til að komast í gegnum námskeiðið, sem var mjög krefjandi. Margar reglur og próf sem maður þarf að ná. Þegar ég í framtíðinni get sett á mig flugmannahúfuna mun flugliðareynslan skila sér vel.“ Eggert lagði takkaskóna á hilluna sumarið 2007 eftir slæm meiðsli í hné. „Þau meiðsli gerðu það að að verkum að ég tók stökkið út til Flórída í flugmannsnám. Hugurinn lítur þó hýru auga til fótboltans en skrokkurinn leyfir það ekki. „Ég byrjaði að æfa með FH um áramótin og planið var að vera með í sumar en ég er búinn að vera slæmur í bakinu og varð því að hætta við. Nú flýg ég bara heimshorna á milli, gef kaffi og fæ góðan frítíma með fjölskyldunni. Ég sætti mig alveg við það hlutskipti.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Eggert Stefánsson, fyrrverandi leikmaður Fram í fótbolta, hefur algjörlega söðlað um starfsvettvang og er farinn að skenkja kaffi í háloftunum. Eggert er kominn úr mikilli íþróttafjölskyldu en bræður hans eru Ólafur Stefánsson handboltakappi og Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður. Hann er lærður flugmaður en mikill samdráttur er í þeim geira eins og annars staðar. „Ég kláraði flugmanninn í fyrra og þegar ég sá að Iceland Express auglýsti eftir flugliðum í byrjun árs stökk ég á það,“ segir Eggert. „Mig langaði að koma mér inn í fluggeirann og sé alls ekki eftir því. Flugfreyjustarfið hefur komið mér skemmtilega á óvart.“ Eggert stefnir á flugmanninn í framtíðinni, hér heima eða úti. Til að vera flugliði þarf maður að kunna eitt tungumál fyrir utan íslensku og ensku en Eggert er uppalinn að hluta í Svíþjóð og getur bjargað sér á þýsku. „Fyrsta flugið mitt var einmitt til Þýskalands en ég þorði ekki að spreyta mig á hátalarakerfinu þá. Ég þarf aðeins að dusta rykið af skólaþýskunni.“ Eggert er sammála því að stökkið frá sveittri fótboltatreyju í flugfreyjubúning sé stórt en að starfið feli í sér mikið meira en bara kaffi-uppáhellingar. „Auðvitað snýst þetta mikið um að vera notalegur, almennilegur og þjónusta fólk en þetta er fyrst og fremst öryggisstarf. Maður þurfti að taka á honum stóra sínum til að komast í gegnum námskeiðið, sem var mjög krefjandi. Margar reglur og próf sem maður þarf að ná. Þegar ég í framtíðinni get sett á mig flugmannahúfuna mun flugliðareynslan skila sér vel.“ Eggert lagði takkaskóna á hilluna sumarið 2007 eftir slæm meiðsli í hné. „Þau meiðsli gerðu það að að verkum að ég tók stökkið út til Flórída í flugmannsnám. Hugurinn lítur þó hýru auga til fótboltans en skrokkurinn leyfir það ekki. „Ég byrjaði að æfa með FH um áramótin og planið var að vera með í sumar en ég er búinn að vera slæmur í bakinu og varð því að hætta við. Nú flýg ég bara heimshorna á milli, gef kaffi og fæ góðan frítíma með fjölskyldunni. Ég sætti mig alveg við það hlutskipti.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira