Efnahagslegt heilsuleysi Jónína Michaelsdóttir. skrifar 23. júní 2009 06:00 Þegar Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima í Grímsnesi, var að alast upp á Brúsastöðum í Þingvallasveit kom farandkennari á veturna, bjó á heimilinu um hríð og kenndi börnunum. Þetta var ung kona, Unnur Vilhjálmsdóttir, afbragðskennari og í miklum metum hjá fjölskyldunni. Þegar Sesselja ákveður að stofna heimili fyrir munaðarlaus börn og koma þeim til manns, fer hún utan til að afla sér þekkingar og reynslu og biður föður sinn að fylgjast með ef gott jarðnæði losnar í nágrenni Reykjavíkur meðan hún er erlendis, því hún ætlar að stunda búskap. Hún skrifar gamla kennaranum sínum um hagi sína og framtíðaráform, og Unnur svarar um hæl, samgleðst henni og hvetur til dáða. „Lærðu það sem veitir þér atvinnu og peninga, svo að þú þurfir ekki að vera upp á aðra komin, svo þú getir verið sjálfstæður borgari, hvort heldur er karl eða kona." Þetta var árið 1927. Þessi framsýni kennari kveðst ekki komast suður eins og fyrirhugað hafi verið vegna veikinda, en biður Sesselju að orða það ekki við neinn: „Því ég vil ekki vera í hvers manns munni lasin!" skrifar hún. Virðing og vorkunnsemiUnnur hefur bersýnilega verið læs á mannlegt eðli og samfélagshegðun, þar sem hinn sterki nýtur virðingar en sá veiki vorkunnar. Oft samúðar og samkenndar, en vorkunnsemin er yfirleitt ekki langt undan. Og hver vill láta vorkenna sér? Varla margir. Virðing og vorkunnsemi eru sjaldan samstíga. En ekki verður við öllu séð. Nú erum við Íslendingar í hvers manns munni lasnir, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Fjárhagslegt heilsuleysi þjóðarinnar vekur ýmist undrun, vorkunnsemi eða reiði annarra þjóða. Við ber að Íslendingar á erlendri grund kjósi að leyna þjóðerni sínu, og er það nýmæli, svo ekki sé meira sagt. Það er hart að missa virðingu annarra þegar eitthvað bjátar á, en verra ef sjálfsvirðingin er ekki nógu sterk til að standa það af sér. Öllum líður best umvafðir velvild og virðingu, það segir sig sjálft, en aldrei verður of oft á það minnt, að sá sem sækir sjálfsvirðingu sína og sjálfstraust í álit annarra er á hálum ís. Það er eins og að afhenda öðrum fjarstýringu að eigin líðan og láni. FramtíðarsýnHvernig erum við svo að höndla þetta efnahagslega heilsuleysi og fylgikvilla þess? Svona og svona, er það ekki? Stjórnmálamenn eru að tapa trausti með því að taka ekki þjóðina með sér í þennan flókna leiðangur, þó að henni sé ætlað að fjármagna hann. Hafi áður verið gjá milli þings og þjóðar, hefur hún breikkað ef eitthvað er. Flestir laga sig að breyttum aðstæðum, draga saman, og lífið hefur sinn vanagang, en allt of margir eiga þess ekki kost. Mærðarhjal á Alþingi og í fréttaviðtölum hjálpar því fólki ekki neitt. Ungt fólk flytur unnvörpum til útlanda ef það á þess kost. Ungur maður sem ég þekki flutti til Noregs með fjölskyldu sína fyrir nokkrum mánuðum, og fékk þar góða vinnu og fínt húsnæði. Hann kom til landsins í nokkra daga og fannst allt vera við það sama. "Það er ótrúlegt frelsi að vera laus við þessa umræðu," sagði hann með áherslu. Ætla má að við náum vopnum okkar og virðingu í augum umheimsins smám saman á næstu árum ef vel tekst til, en þangað til verður eflaust þungt undir fæti. Spurningin er hins vegar hvort bærileg eining eða ósættanlegt sundurlyndi verður með þessari þjóð, sem allir eru að tala um. Þessari þjóð, sem er svo auðug og lángefin á mörgum sviðum, en skortir annað. Til dæmis skilning á þeim sannindum, að sá sem á lítið er ekki fátækur, heldur hinn, sem fær aldrei nóg. Núna skiptir mestu að horfa fram á veginn. Fá skýra framtíðarsýn sem þessi fámenna og þrasgefna þjóð getur sameinast um. Það er búið að tala, skrifa og rífast nóg um það sem liðið er. Nú er komið að því að rífa sig upp úr farinu, því að fortíðin er til að læra af - ekki til að lifa í! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þegar Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima í Grímsnesi, var að alast upp á Brúsastöðum í Þingvallasveit kom farandkennari á veturna, bjó á heimilinu um hríð og kenndi börnunum. Þetta var ung kona, Unnur Vilhjálmsdóttir, afbragðskennari og í miklum metum hjá fjölskyldunni. Þegar Sesselja ákveður að stofna heimili fyrir munaðarlaus börn og koma þeim til manns, fer hún utan til að afla sér þekkingar og reynslu og biður föður sinn að fylgjast með ef gott jarðnæði losnar í nágrenni Reykjavíkur meðan hún er erlendis, því hún ætlar að stunda búskap. Hún skrifar gamla kennaranum sínum um hagi sína og framtíðaráform, og Unnur svarar um hæl, samgleðst henni og hvetur til dáða. „Lærðu það sem veitir þér atvinnu og peninga, svo að þú þurfir ekki að vera upp á aðra komin, svo þú getir verið sjálfstæður borgari, hvort heldur er karl eða kona." Þetta var árið 1927. Þessi framsýni kennari kveðst ekki komast suður eins og fyrirhugað hafi verið vegna veikinda, en biður Sesselju að orða það ekki við neinn: „Því ég vil ekki vera í hvers manns munni lasin!" skrifar hún. Virðing og vorkunnsemiUnnur hefur bersýnilega verið læs á mannlegt eðli og samfélagshegðun, þar sem hinn sterki nýtur virðingar en sá veiki vorkunnar. Oft samúðar og samkenndar, en vorkunnsemin er yfirleitt ekki langt undan. Og hver vill láta vorkenna sér? Varla margir. Virðing og vorkunnsemi eru sjaldan samstíga. En ekki verður við öllu séð. Nú erum við Íslendingar í hvers manns munni lasnir, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Fjárhagslegt heilsuleysi þjóðarinnar vekur ýmist undrun, vorkunnsemi eða reiði annarra þjóða. Við ber að Íslendingar á erlendri grund kjósi að leyna þjóðerni sínu, og er það nýmæli, svo ekki sé meira sagt. Það er hart að missa virðingu annarra þegar eitthvað bjátar á, en verra ef sjálfsvirðingin er ekki nógu sterk til að standa það af sér. Öllum líður best umvafðir velvild og virðingu, það segir sig sjálft, en aldrei verður of oft á það minnt, að sá sem sækir sjálfsvirðingu sína og sjálfstraust í álit annarra er á hálum ís. Það er eins og að afhenda öðrum fjarstýringu að eigin líðan og láni. FramtíðarsýnHvernig erum við svo að höndla þetta efnahagslega heilsuleysi og fylgikvilla þess? Svona og svona, er það ekki? Stjórnmálamenn eru að tapa trausti með því að taka ekki þjóðina með sér í þennan flókna leiðangur, þó að henni sé ætlað að fjármagna hann. Hafi áður verið gjá milli þings og þjóðar, hefur hún breikkað ef eitthvað er. Flestir laga sig að breyttum aðstæðum, draga saman, og lífið hefur sinn vanagang, en allt of margir eiga þess ekki kost. Mærðarhjal á Alþingi og í fréttaviðtölum hjálpar því fólki ekki neitt. Ungt fólk flytur unnvörpum til útlanda ef það á þess kost. Ungur maður sem ég þekki flutti til Noregs með fjölskyldu sína fyrir nokkrum mánuðum, og fékk þar góða vinnu og fínt húsnæði. Hann kom til landsins í nokkra daga og fannst allt vera við það sama. "Það er ótrúlegt frelsi að vera laus við þessa umræðu," sagði hann með áherslu. Ætla má að við náum vopnum okkar og virðingu í augum umheimsins smám saman á næstu árum ef vel tekst til, en þangað til verður eflaust þungt undir fæti. Spurningin er hins vegar hvort bærileg eining eða ósættanlegt sundurlyndi verður með þessari þjóð, sem allir eru að tala um. Þessari þjóð, sem er svo auðug og lángefin á mörgum sviðum, en skortir annað. Til dæmis skilning á þeim sannindum, að sá sem á lítið er ekki fátækur, heldur hinn, sem fær aldrei nóg. Núna skiptir mestu að horfa fram á veginn. Fá skýra framtíðarsýn sem þessi fámenna og þrasgefna þjóð getur sameinast um. Það er búið að tala, skrifa og rífast nóg um það sem liðið er. Nú er komið að því að rífa sig upp úr farinu, því að fortíðin er til að læra af - ekki til að lifa í!
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun