Milliliðalaust Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. október 2009 06:00 Ríkisstjórnin bað í gær þegna landsins um að beina reiði sinni ekki að persónum og heimilum. Rétt væri að skilja þar á milli og þrátt fyrir að réttur fólks til mótmæla væri vissulega viðurkenndur, sé mikilvægt að þau mótmæli séu skipulögð, friðsamleg og rúmist innan allsherjarreglu samfélagsins. Nú skal vissulega tekið undir þær áhyggjur sem margir - síðast forsætisráðherra - hafa viðrað af því að ekki fari hér allt til fjandans. Að ekki verði farið yfir strikið með tilheyrandi átökum og óeirðum. Þá er ekki nema sjálfsagt að þeir sem mótmæli taki tillit til þeirra sem sannanlega eru saklausir; barna og ótengdra ættingja, til að mynda. Hins vegar vekur tímasetning samþykktarinnar ýmsar spurningar og ekki síst orð forsætisráðherra í gær. það voru nefnilega fyrst og fremst mótmæli fyrir utan heimili dómsmálaráðherra sem voru kveikjan að samþykktinni. Hópi fólks hafði misboðið framferði íslenskra stjórnvalda; að senda úr landi þrjá hælisleitendur með engum fyrirvara. Þeir kúldrast nú í Grikklandi og vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Mannréttindadómstóll Evrópu greip inn í þannig að fjórði félagi þeirra er hér enn, í bili að minnsta kosti. Þessar aðfarir urðu til þess að fólki fannst það þurfa að koma skoðunum sínum milliliðalaust á framfæri við dómsmálaráðherra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað í þessa veru gerist; Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra mátti búa við hóp mótmælenda fyrir utan forsætisráðherrabústaðinn þegar hann rauf þing árið 1931. Fólki getur nefnilega misboðið svo aðgerðir stjórnvalda að það þarf einfaldlega að koma skoðunum sínum hreint og klárt á framfæri. Og vissulega eiga menn alltaf að hafa aðgát í nærveru sálar, en - líkt og margir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar vita fullvel af eigin reynslu -er stundum mikilvægast að koma meiningum sínum á framfæri, reyna að hafa áhrif á stjórnarvöldin og koma hlutum í lag. Í mótmælum. Stjórnin hefði kannski frekar átt að huga að því hvað varð til þess að fólk þrammaði heim til dómsmálaráðherra. Kannski var frekar þörf á samþykktum í þeim ranni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin bað í gær þegna landsins um að beina reiði sinni ekki að persónum og heimilum. Rétt væri að skilja þar á milli og þrátt fyrir að réttur fólks til mótmæla væri vissulega viðurkenndur, sé mikilvægt að þau mótmæli séu skipulögð, friðsamleg og rúmist innan allsherjarreglu samfélagsins. Nú skal vissulega tekið undir þær áhyggjur sem margir - síðast forsætisráðherra - hafa viðrað af því að ekki fari hér allt til fjandans. Að ekki verði farið yfir strikið með tilheyrandi átökum og óeirðum. Þá er ekki nema sjálfsagt að þeir sem mótmæli taki tillit til þeirra sem sannanlega eru saklausir; barna og ótengdra ættingja, til að mynda. Hins vegar vekur tímasetning samþykktarinnar ýmsar spurningar og ekki síst orð forsætisráðherra í gær. það voru nefnilega fyrst og fremst mótmæli fyrir utan heimili dómsmálaráðherra sem voru kveikjan að samþykktinni. Hópi fólks hafði misboðið framferði íslenskra stjórnvalda; að senda úr landi þrjá hælisleitendur með engum fyrirvara. Þeir kúldrast nú í Grikklandi og vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Mannréttindadómstóll Evrópu greip inn í þannig að fjórði félagi þeirra er hér enn, í bili að minnsta kosti. Þessar aðfarir urðu til þess að fólki fannst það þurfa að koma skoðunum sínum milliliðalaust á framfæri við dómsmálaráðherra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað í þessa veru gerist; Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra mátti búa við hóp mótmælenda fyrir utan forsætisráðherrabústaðinn þegar hann rauf þing árið 1931. Fólki getur nefnilega misboðið svo aðgerðir stjórnvalda að það þarf einfaldlega að koma skoðunum sínum hreint og klárt á framfæri. Og vissulega eiga menn alltaf að hafa aðgát í nærveru sálar, en - líkt og margir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar vita fullvel af eigin reynslu -er stundum mikilvægast að koma meiningum sínum á framfæri, reyna að hafa áhrif á stjórnarvöldin og koma hlutum í lag. Í mótmælum. Stjórnin hefði kannski frekar átt að huga að því hvað varð til þess að fólk þrammaði heim til dómsmálaráðherra. Kannski var frekar þörf á samþykktum í þeim ranni.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun