Peningar á leiðinni Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 11. mars 2009 00:01 William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums. Mynd/Rósa Svo gæti farið að allt að 192 milljónir evra, jafnvirði um 27,5 milljarða króna, hið minnsta falli í skaut skilanefndar Straums vegna eignasölu bankans upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er meðal annars vegna sölu bankans á pólska símafyrirtækinu Netia, sem gekk í gegn á föstudag í síðust viku og skilar sér til bankans í dag. Allt er tilbúið fyrir sölu á bresku ferðaskrifstofunni XL Leisure Group en áætlað söluandvirði, sem von er á að skili sér eftir næstu mánaðamóti, nemi rúmum 60 milljónum evra. Þá er áætlað að kanadíska frysti- og kælivörufyrirtækið Versacold, sem hefur verið í söluferli síðan á fyrrihluta síðasta árs, geti skilað hundrað milljónum evra í búið. Skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í fjárfestingabankanum á mánudagsmorgun eftir að Seðlabankinn neitaði honum um lán upp á átján milljónir evra, um 2,5 milljarða króna, til að mæta greiðslu á láni upp á 33 milljónir evra sem féll á gjalddaga á mánudag. Bankinn lánaði Straumi 133 milljónir evra, tæpa 19 milljarða króna á núvirði, í desember í fyrra. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að stjórnendum bankans hafi átt að vera ljóst hvert stefndi. Hefði Fjármálaeftirlitið ekki gripið í taumana hefði breskir kollegar þeirra gert það. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var lán Straums afar lítið í samanburði við þá gjalddaga sem framundan eru. Bankinn á að greiða 329 milljónir evra á þessu ári en 412 milljónir á því næsta. Þar af eru tæpar 290 milljónir evra á gjaldaga á fyrri hluta þessa árs. Fram hefur komið að bankinn ætlaði að greiða erlendar skuldir með sölu erlendra eigna. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch felldi lánshæfiseinkunni Straums úr B í D, en það merkir að bankinn er gjaldþrota en fyrirtækið telur, að ekki sé hægt að reiða sig á að kröfur bankans fáist greiddar. Ekki náðist í Gylfa Magnússon þegar eftir því var leitað í gær. Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, sagði að verið væri að fara yfir málið. Markaðir Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Svo gæti farið að allt að 192 milljónir evra, jafnvirði um 27,5 milljarða króna, hið minnsta falli í skaut skilanefndar Straums vegna eignasölu bankans upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er meðal annars vegna sölu bankans á pólska símafyrirtækinu Netia, sem gekk í gegn á föstudag í síðust viku og skilar sér til bankans í dag. Allt er tilbúið fyrir sölu á bresku ferðaskrifstofunni XL Leisure Group en áætlað söluandvirði, sem von er á að skili sér eftir næstu mánaðamóti, nemi rúmum 60 milljónum evra. Þá er áætlað að kanadíska frysti- og kælivörufyrirtækið Versacold, sem hefur verið í söluferli síðan á fyrrihluta síðasta árs, geti skilað hundrað milljónum evra í búið. Skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í fjárfestingabankanum á mánudagsmorgun eftir að Seðlabankinn neitaði honum um lán upp á átján milljónir evra, um 2,5 milljarða króna, til að mæta greiðslu á láni upp á 33 milljónir evra sem féll á gjalddaga á mánudag. Bankinn lánaði Straumi 133 milljónir evra, tæpa 19 milljarða króna á núvirði, í desember í fyrra. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að stjórnendum bankans hafi átt að vera ljóst hvert stefndi. Hefði Fjármálaeftirlitið ekki gripið í taumana hefði breskir kollegar þeirra gert það. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var lán Straums afar lítið í samanburði við þá gjalddaga sem framundan eru. Bankinn á að greiða 329 milljónir evra á þessu ári en 412 milljónir á því næsta. Þar af eru tæpar 290 milljónir evra á gjaldaga á fyrri hluta þessa árs. Fram hefur komið að bankinn ætlaði að greiða erlendar skuldir með sölu erlendra eigna. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch felldi lánshæfiseinkunni Straums úr B í D, en það merkir að bankinn er gjaldþrota en fyrirtækið telur, að ekki sé hægt að reiða sig á að kröfur bankans fáist greiddar. Ekki náðist í Gylfa Magnússon þegar eftir því var leitað í gær. Gunnar Haraldsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, sagði að verið væri að fara yfir málið.
Markaðir Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira