XL Leisure hafnaði endurfjármögnun Ingimar Karl Helgason skrifar 17. september 2008 00:01 „XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þúsund manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var einhuga um að það væri félaginu og þar með hluthöfum til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flugrekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var eflaust rétt ákvörðun á þeim tíma," segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgangur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíðar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út," segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eimskipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endurfjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi." Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töluðum ekki við," segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem félagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins." Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjárfestingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf." Markaðir Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
„XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þúsund manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var einhuga um að það væri félaginu og þar með hluthöfum til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flugrekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var eflaust rétt ákvörðun á þeim tíma," segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgangur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíðar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út," segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eimskipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endurfjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi." Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töluðum ekki við," segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem félagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins." Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjárfestingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf."
Markaðir Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira