Birgir Leifur hættur: Gríðarleg vonbrigði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2008 16:19 Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson þurfti að hætta keppni í Portúgal í dag vegna hálsmeiðsla. „Mjög mikil vonbrigði," sagði hann í samtali við Vísi og var greinilega sársvekktur. „Ég vaknaði með mikinn hálsríg í morgun og hann varð verri og verri eftir því sem leið á daginn. Ég lét samt reyna á þetta en það var ekki til neins, þetta gekk ekki neitt," sagði Birgir Leifur. Hann lék fyrstu tvær holurnar og fékk skramba á þeirri fyrri og par á þeirri seinni. Eftir hana hætti hann keppni. „Ég fór í skoðun þar sem ég fékk að vita að það er engin skemmd eða neitt slíkt. Það var hins vegar vöðvi sem stífnaði upp og læsti hálsinum og þarf ég bara að hvíla mig í 2-3 daga." „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Ég er búinn að vera mikið í ræktinni undanfarnar vikur og mánuði og hélt ég að ég væri búinn að fá mig góðan af öllum smámeiðslum. En þetta tengist greinilega golfinu eitthvað og meðan ekki er vitað hvað nákvæmlega er að er ekki gott að segja með framhaldið." „Ég mun þó spila á næsta móti eins og áætlað var, alla vega þar til annað kemur í ljós. Ég mun nú ræða við mitt fólk og greina allt sem ég geri í ræktinni og í golfinu til að reyna að greina vandann." Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur: Svolítið ryðgaður Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. 18. mars 2008 15:45 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson þurfti að hætta keppni í Portúgal í dag vegna hálsmeiðsla. „Mjög mikil vonbrigði," sagði hann í samtali við Vísi og var greinilega sársvekktur. „Ég vaknaði með mikinn hálsríg í morgun og hann varð verri og verri eftir því sem leið á daginn. Ég lét samt reyna á þetta en það var ekki til neins, þetta gekk ekki neitt," sagði Birgir Leifur. Hann lék fyrstu tvær holurnar og fékk skramba á þeirri fyrri og par á þeirri seinni. Eftir hana hætti hann keppni. „Ég fór í skoðun þar sem ég fékk að vita að það er engin skemmd eða neitt slíkt. Það var hins vegar vöðvi sem stífnaði upp og læsti hálsinum og þarf ég bara að hvíla mig í 2-3 daga." „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Ég er búinn að vera mikið í ræktinni undanfarnar vikur og mánuði og hélt ég að ég væri búinn að fá mig góðan af öllum smámeiðslum. En þetta tengist greinilega golfinu eitthvað og meðan ekki er vitað hvað nákvæmlega er að er ekki gott að segja með framhaldið." „Ég mun þó spila á næsta móti eins og áætlað var, alla vega þar til annað kemur í ljós. Ég mun nú ræða við mitt fólk og greina allt sem ég geri í ræktinni og í golfinu til að reyna að greina vandann."
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur: Svolítið ryðgaður Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. 18. mars 2008 15:45 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur: Svolítið ryðgaður Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. 18. mars 2008 15:45