Pólitísk endurvinnsla 12. febrúar 2008 10:40 Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust? Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma. Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan. Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum. Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd. En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju? Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita. Það ku heita pólitískur glæpur ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust? Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma. Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan. Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum. Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd. En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju? Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita. Það ku heita pólitískur glæpur ... -SER.