Skyldulesningin Böðvar 30. janúar 2008 14:19 Er að ljúka við lestur Sagna úr Síðunni, sem er nýjasta bók Böðvars Guðmundssonar. Ja hérna, hvað þetta er góð bók. Ég gleymi ekki þeim tíma þegar ég drekkti mér í vesturfarabókunum hans Böðvars - og þurfti nánast áfallahjálpar við þegar kom að lestrarlokum. Það er eitthvað óendanlega sárt við að skilja við bækur sem maður hefur bundist ástfóstri við - og neitar að yfirgefa, já treinar sér og les eins hægt og kostur er á síðustu metrum - og fer einfaldlega að gráta í blálokin. Híbýli vindanna og Lífsins tré er náttúrlega eitthvert besta lesefni sem komið hefur út á íslensku prenti. Takk fyrir. Sögur úr síðunni eru vitaskuld annarskonar prósi. Hér dúkkar upp kostulegt gallerí íslenskra sveitamanna undir miðja síðustu öld. Þjóðlífslýsing Böðvar - á öllum aðstæðunum og á sjálfum sér, föður og móður og hvað þær nú heita allar hálfskálduðu persónurnar - er hreinasta sælgæti sem bráðnar af sjálfu sér í munni. Mest um vert er að njóta stílsins. Böðvar er stórkostlegur penni. Sveitamállýskan bunar út úr honum af slíkri smekkvísi og listfengi að unun er að njóta. Ónefndur er húmorinn. Hann bullar eins og hver á hverri síðu. Makalaust sem þessi einn helsti ritsnillingur okkar er meinfyndinn án þess að þurfa að hafa nokkuð fyrir því. Takk, Böðvar. Gerðu mér það ekki að hafa svona langt á milli bóka ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun
Er að ljúka við lestur Sagna úr Síðunni, sem er nýjasta bók Böðvars Guðmundssonar. Ja hérna, hvað þetta er góð bók. Ég gleymi ekki þeim tíma þegar ég drekkti mér í vesturfarabókunum hans Böðvars - og þurfti nánast áfallahjálpar við þegar kom að lestrarlokum. Það er eitthvað óendanlega sárt við að skilja við bækur sem maður hefur bundist ástfóstri við - og neitar að yfirgefa, já treinar sér og les eins hægt og kostur er á síðustu metrum - og fer einfaldlega að gráta í blálokin. Híbýli vindanna og Lífsins tré er náttúrlega eitthvert besta lesefni sem komið hefur út á íslensku prenti. Takk fyrir. Sögur úr síðunni eru vitaskuld annarskonar prósi. Hér dúkkar upp kostulegt gallerí íslenskra sveitamanna undir miðja síðustu öld. Þjóðlífslýsing Böðvar - á öllum aðstæðunum og á sjálfum sér, föður og móður og hvað þær nú heita allar hálfskálduðu persónurnar - er hreinasta sælgæti sem bráðnar af sjálfu sér í munni. Mest um vert er að njóta stílsins. Böðvar er stórkostlegur penni. Sveitamállýskan bunar út úr honum af slíkri smekkvísi og listfengi að unun er að njóta. Ónefndur er húmorinn. Hann bullar eins og hver á hverri síðu. Makalaust sem þessi einn helsti ritsnillingur okkar er meinfyndinn án þess að þurfa að hafa nokkuð fyrir því. Takk, Böðvar. Gerðu mér það ekki að hafa svona langt á milli bóka ... -SER.