Hálfleikur - þó það 15. janúar 2008 13:44 Skyldi handknattleiksforystan á Íslandi vera ánægð með þjónustu Ríkissjónvarpsins? Ég á bágt með að trúa því. Ísland - Tékkland. Seinni hálfleikur. Ríkið sýndi sumsé seinni hluta landsleiks Íslendinga og Tékka í gær. Það er náttúrlega talsvert. Og auðvitað skárra en að sýna bara fyrri hálfleikinn. Ég er ekki einn um þá skoðun að Ríkissjónvarpið hafi staðið sig illa í umfjöllun um íslenskan handknattleik það sem af er vetri. Ríkið hefur einkarétt á sýningum frá deildarkeppninni. Og til hvers? Það er skrýtinn einkaréttur að sýna helst ekkert frá mótinu í beinni útsendingu. Það er meira sýnt beint frá þýskum handbolta á Íslandi en þeim íslenska. Sem er sérstakt. Öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin að handboltinn var þjóðaríþrótt og leikjum lýst beint í útvarpi og sjónvarpi af þeim myndugleika sem honum bar. Og ber. Handboltinn á Íslandi er að gjalda fyrir þetta metnaðarleysi Ríkisins. Á meðan þjáumst við handboltaunnendurnir. Af því handbolti er flott íþrótt og enn betra sjónvarpsefni. En seinni hálfleikurinn í gærkvöld? Ja, hann var fínn. Áfram Ísland! -SER. Handboltinnsdvbol Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skyldi handknattleiksforystan á Íslandi vera ánægð með þjónustu Ríkissjónvarpsins? Ég á bágt með að trúa því. Ísland - Tékkland. Seinni hálfleikur. Ríkið sýndi sumsé seinni hluta landsleiks Íslendinga og Tékka í gær. Það er náttúrlega talsvert. Og auðvitað skárra en að sýna bara fyrri hálfleikinn. Ég er ekki einn um þá skoðun að Ríkissjónvarpið hafi staðið sig illa í umfjöllun um íslenskan handknattleik það sem af er vetri. Ríkið hefur einkarétt á sýningum frá deildarkeppninni. Og til hvers? Það er skrýtinn einkaréttur að sýna helst ekkert frá mótinu í beinni útsendingu. Það er meira sýnt beint frá þýskum handbolta á Íslandi en þeim íslenska. Sem er sérstakt. Öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin að handboltinn var þjóðaríþrótt og leikjum lýst beint í útvarpi og sjónvarpi af þeim myndugleika sem honum bar. Og ber. Handboltinn á Íslandi er að gjalda fyrir þetta metnaðarleysi Ríkisins. Á meðan þjáumst við handboltaunnendurnir. Af því handbolti er flott íþrótt og enn betra sjónvarpsefni. En seinni hálfleikurinn í gærkvöld? Ja, hann var fínn. Áfram Ísland! -SER. Handboltinnsdvbol