Bölvun á plötu Bob Justman 17. desember 2008 05:15 Kristinn Gunnar Blöndal bíður enn eftir því að sín fyrsta sólóplata komi út. fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu," segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól. Fyrsta sólóplata Bob Justman, Happiness and Woe, hefur verið tíu ár í smíðum og þegar loksins leit út fyrir að hún kæmi út fyrir tveimur mánuðum skall kreppan á með öllum sínum vandkvæðum. Platan tafðist í framleiðslu úti í löndum og þegar fyrsta upplagið kom loksins til landsins fyrir skömmu var það gallað. „Diskurinn sjálfur var bilaður, það voru bara í lagi lögin frá eitt til fjögur. Þetta er stórfurðulegt, ég hef aldrei heyrt um neitt svona áður," segir Kristinn. Spurður hvort einhver bölvun sé á plötunni segir hann að svo gæti vel verið. „Einu sinni vorum ég og Gunni Tynes í stúdíói að fara að mixa plötuna. Það var stormur í borginni en við fórum samt og ætluðum að klára hana. Þegar við komum segi ég við hann að ef rafmagnið fari þá sé bölvun á þessu verkefni. Fimm mínútum seinna fór rafmagnið," segir hann. „Svo er það þannig að bara allt sem getur komið fyrir, það kemur fyrir." Kristinn ætlar að fara þetta á seiglunni og er sannfærður um að platan komi út fyrir jól. „Núna er þetta úr mínum höndum. Þetta er ekki ég lengur og hætti að vera það fyrir löngu. Þetta er bara fyndið." - fb Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu," segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól. Fyrsta sólóplata Bob Justman, Happiness and Woe, hefur verið tíu ár í smíðum og þegar loksins leit út fyrir að hún kæmi út fyrir tveimur mánuðum skall kreppan á með öllum sínum vandkvæðum. Platan tafðist í framleiðslu úti í löndum og þegar fyrsta upplagið kom loksins til landsins fyrir skömmu var það gallað. „Diskurinn sjálfur var bilaður, það voru bara í lagi lögin frá eitt til fjögur. Þetta er stórfurðulegt, ég hef aldrei heyrt um neitt svona áður," segir Kristinn. Spurður hvort einhver bölvun sé á plötunni segir hann að svo gæti vel verið. „Einu sinni vorum ég og Gunni Tynes í stúdíói að fara að mixa plötuna. Það var stormur í borginni en við fórum samt og ætluðum að klára hana. Þegar við komum segi ég við hann að ef rafmagnið fari þá sé bölvun á þessu verkefni. Fimm mínútum seinna fór rafmagnið," segir hann. „Svo er það þannig að bara allt sem getur komið fyrir, það kemur fyrir." Kristinn ætlar að fara þetta á seiglunni og er sannfærður um að platan komi út fyrir jól. „Núna er þetta úr mínum höndum. Þetta er ekki ég lengur og hætti að vera það fyrir löngu. Þetta er bara fyndið." - fb
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira