Microsoft hressir upp á Xbox í samkeppninni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júlí 2008 20:22 Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony. Frá og með ágústmánuði mun Xbox á Bandaríkja- og Kanadamarkaði búa yfir 60 gígabæta minni í stað þeirra 20 gígabæta sem nú tíðkast. Í Bandaríkjunum hafa PlayStation frá Sony og Wii-tölvan frá Nintendo skotið Xbox ref fyrir rass það sem af er þessu ári en PlayStation 3 hefur sótt töluvert í sig veðrið með auknu úrvali leikja og DVD-spilara sem gerir notandanum kleift að horfa á kvikmyndir ásamt því að spila tölvuleiki. Sony seldi 1,2 milljónir PlayStation 3-tölva á móti 1,1 milljón seldra Xbox-tölva hjá Microsoft fyrstu fimm mánuði ársins. Hjá Nintendo seldust hins vegar 2,8 milljónir Wii-tölva. Bloomberg greindi frá. Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony. Frá og með ágústmánuði mun Xbox á Bandaríkja- og Kanadamarkaði búa yfir 60 gígabæta minni í stað þeirra 20 gígabæta sem nú tíðkast. Í Bandaríkjunum hafa PlayStation frá Sony og Wii-tölvan frá Nintendo skotið Xbox ref fyrir rass það sem af er þessu ári en PlayStation 3 hefur sótt töluvert í sig veðrið með auknu úrvali leikja og DVD-spilara sem gerir notandanum kleift að horfa á kvikmyndir ásamt því að spila tölvuleiki. Sony seldi 1,2 milljónir PlayStation 3-tölva á móti 1,1 milljón seldra Xbox-tölva hjá Microsoft fyrstu fimm mánuði ársins. Hjá Nintendo seldust hins vegar 2,8 milljónir Wii-tölva. Bloomberg greindi frá.
Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira