Microsoft hressir upp á Xbox í samkeppninni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júlí 2008 20:22 Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony. Frá og með ágústmánuði mun Xbox á Bandaríkja- og Kanadamarkaði búa yfir 60 gígabæta minni í stað þeirra 20 gígabæta sem nú tíðkast. Í Bandaríkjunum hafa PlayStation frá Sony og Wii-tölvan frá Nintendo skotið Xbox ref fyrir rass það sem af er þessu ári en PlayStation 3 hefur sótt töluvert í sig veðrið með auknu úrvali leikja og DVD-spilara sem gerir notandanum kleift að horfa á kvikmyndir ásamt því að spila tölvuleiki. Sony seldi 1,2 milljónir PlayStation 3-tölva á móti 1,1 milljón seldra Xbox-tölva hjá Microsoft fyrstu fimm mánuði ársins. Hjá Nintendo seldust hins vegar 2,8 milljónir Wii-tölva. Bloomberg greindi frá. Leikjavísir Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony. Frá og með ágústmánuði mun Xbox á Bandaríkja- og Kanadamarkaði búa yfir 60 gígabæta minni í stað þeirra 20 gígabæta sem nú tíðkast. Í Bandaríkjunum hafa PlayStation frá Sony og Wii-tölvan frá Nintendo skotið Xbox ref fyrir rass það sem af er þessu ári en PlayStation 3 hefur sótt töluvert í sig veðrið með auknu úrvali leikja og DVD-spilara sem gerir notandanum kleift að horfa á kvikmyndir ásamt því að spila tölvuleiki. Sony seldi 1,2 milljónir PlayStation 3-tölva á móti 1,1 milljón seldra Xbox-tölva hjá Microsoft fyrstu fimm mánuði ársins. Hjá Nintendo seldust hins vegar 2,8 milljónir Wii-tölva. Bloomberg greindi frá.
Leikjavísir Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira