Geheime Staatspolizei á Íslandi Þráinn Bertelsson skrifar 29. september 2008 05:00 Manni rennur alltaf kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir að Alþingi sé að taka til meðferðar frumvörp sem séu „svo leynileg að raunverulegt innihald þeirra megi alls ekki spyrjast út til þjóðarinnar" - í hverrar umboði Alþingi starfar. BB dómsmálaráðherra hefur verið allra manna duglegastur við að leggja fram dularfull drög að dularfullum frumvörpum um dularfullar stofnanir með dularfullan tilgang. Að þessu sinni munu drögin dularfullu vera að frumvarpi um öryggis- og greiningarþjónustu og hafa verið kynnt fyrir fulltrúum þingflokka og því lýst hvernig skipa megi „þessum málum" hér á landi. Þá hefur nefnd á vegum utanríkisráðherra „um hættumat" einnig verið kynnt þessi frumvarpsdrög. Fram kom í fyrirlestri sem Björn flutti að meðal þeirra álitaefna sem þyrfti að taka tillit til áður en „slík" lög yrðu sett, væru hvar ætti að skipa slíkri öryggis- og greiningarþjónustu innan stjórnkerfisins og „hvaða Kínamúrar" þurfi að vera á milli löggæslu og öryggisþjónustu. Í fyrirlestrinum kom fram að þessi stofnun myndi hafa „forvirkar rannsóknarheimildir", þ.e. hún gæti hafið rannsókn áður en brot yrðu framin með það að markmiðið að koma í veg fyrir afbrot. Þetta væru víðtækari heimildir en lögregan hefur nú, því að lögreglurannsóknir beinast að brotum sem þegar hafa verið framin. (Sem er nú ekki alveg hreinasatt. Innskot mitt. ÞB) Þetta myndi gera íslenskum yfirvöldum kleift að eiga samskipti við erlend yfirvöld og stofnanir sem sinna sambærilegum rannsóknum í öðrum ríkjum. Þetta myndi beinast gegn skipulagðri glæpastarfsemi eða hugsanlegum hryðuverkamönnum, sem hefðu annað hvort það að markmiði að fremja hryðjuverk hér á landi eða skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum. Í Þriðja ríkinu starfaði með miklum afköstum leyniþjónustu á borð við þessa og hét Geheime Staatspolizei sem þýðir Leyniríkislögregla, stytt í LeyríkLögregl eða í munni fólks í LýríkLögrugl. Þessi stofnun náði aldrei verulegum vinsældum og var lögð niður að loknu stríði og flestir hengdir sem ákafast höfðu unnið við að koma henni á laggirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun
Manni rennur alltaf kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir að Alþingi sé að taka til meðferðar frumvörp sem séu „svo leynileg að raunverulegt innihald þeirra megi alls ekki spyrjast út til þjóðarinnar" - í hverrar umboði Alþingi starfar. BB dómsmálaráðherra hefur verið allra manna duglegastur við að leggja fram dularfull drög að dularfullum frumvörpum um dularfullar stofnanir með dularfullan tilgang. Að þessu sinni munu drögin dularfullu vera að frumvarpi um öryggis- og greiningarþjónustu og hafa verið kynnt fyrir fulltrúum þingflokka og því lýst hvernig skipa megi „þessum málum" hér á landi. Þá hefur nefnd á vegum utanríkisráðherra „um hættumat" einnig verið kynnt þessi frumvarpsdrög. Fram kom í fyrirlestri sem Björn flutti að meðal þeirra álitaefna sem þyrfti að taka tillit til áður en „slík" lög yrðu sett, væru hvar ætti að skipa slíkri öryggis- og greiningarþjónustu innan stjórnkerfisins og „hvaða Kínamúrar" þurfi að vera á milli löggæslu og öryggisþjónustu. Í fyrirlestrinum kom fram að þessi stofnun myndi hafa „forvirkar rannsóknarheimildir", þ.e. hún gæti hafið rannsókn áður en brot yrðu framin með það að markmiðið að koma í veg fyrir afbrot. Þetta væru víðtækari heimildir en lögregan hefur nú, því að lögreglurannsóknir beinast að brotum sem þegar hafa verið framin. (Sem er nú ekki alveg hreinasatt. Innskot mitt. ÞB) Þetta myndi gera íslenskum yfirvöldum kleift að eiga samskipti við erlend yfirvöld og stofnanir sem sinna sambærilegum rannsóknum í öðrum ríkjum. Þetta myndi beinast gegn skipulagðri glæpastarfsemi eða hugsanlegum hryðuverkamönnum, sem hefðu annað hvort það að markmiði að fremja hryðjuverk hér á landi eða skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum. Í Þriðja ríkinu starfaði með miklum afköstum leyniþjónustu á borð við þessa og hét Geheime Staatspolizei sem þýðir Leyniríkislögregla, stytt í LeyríkLögregl eða í munni fólks í LýríkLögrugl. Þessi stofnun náði aldrei verulegum vinsældum og var lögð niður að loknu stríði og flestir hengdir sem ákafast höfðu unnið við að koma henni á laggirnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun