Landvinningar í Kína 27. ágúst 2008 00:01 Óskar Jónsson Fréttablaðið/Arnþór Óskari Jónssyni, forstjóra Green Diamond, datt í hug að framleiða harðkorna skósóla í kjölfar þess að Ólafur Jónsson í Nýiðn hóf framleiðslu á harðkorna dekkjum. Óskar hóf þróun á verkefninu árið 2000 sem leiddi til þess að hann vann nýsköpunarverðlaunin á Íslandi og Evrópuverðlaunin árið 2003 í Belgíu. Þremur árum síðar kom Árni Þór Árnason að verkefninu sem fjárfestir og fyrir rúmu ári bættist fjárfestingarfélagið Kjalar í hópinn. „Í Kína eru árlega framleidd 10 milljarðar skópara en 70 prósent allrar skóframleiðslu eru í Suður-Kína. Ég fór því út einn míns liðs og vann að uppsetningunni á verksmiðjunni. Í dag erum við með 2.400 fermetra verksmiðju og 35 manns í vinnu," segir Óskar. Verksmiðjan er í Zhongshan og framleiðir harðkorna sóla og sprautusteypta plastinnsóla sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á í Asíu. „Fyrsti viðskiptavinur okkar var Cintamani en núna erum við í þróunarverkefnum með Adidas, Nike, Timberland og Lacross. Auk þess framleiðum við alla innsóla í dömuskó frá Ecco." Green Diamond hefur nýlega gert samning við Ecco um framleiðslu á 5 milljónum para á næstu þremur árum. „Við höfum fengið til liðs við okkur undirverktaka þannig að heildarframleiðslugeta okkar gæti verið 30 til 40.000 pör á dag. Í framtíðinni geri ég mér vonir um að við munum bæta við fleiri vélum þannig að framleiðslugetan okkar gæti mögulega farið upp í 100.000 pör á dag." Óskar er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að framleiðslukostnaður í Kína hafi aukist um 50 prósent á síðustu 3 árum í kjölfar nýrrar vinnulöggjafar, hækkandi bensínverðs og veikingar dollarans. „Ég held að Kínverjar muni framleiða enn meira eftir 5 til 10 ár. Kínverjarnir eru snjallir kaupsýslumenn og hafa skapað sér dýrmæta þekkingu auk þess sem innanlandsmarkaður í Kína fer ört stækkandi." Markaðir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Óskari Jónssyni, forstjóra Green Diamond, datt í hug að framleiða harðkorna skósóla í kjölfar þess að Ólafur Jónsson í Nýiðn hóf framleiðslu á harðkorna dekkjum. Óskar hóf þróun á verkefninu árið 2000 sem leiddi til þess að hann vann nýsköpunarverðlaunin á Íslandi og Evrópuverðlaunin árið 2003 í Belgíu. Þremur árum síðar kom Árni Þór Árnason að verkefninu sem fjárfestir og fyrir rúmu ári bættist fjárfestingarfélagið Kjalar í hópinn. „Í Kína eru árlega framleidd 10 milljarðar skópara en 70 prósent allrar skóframleiðslu eru í Suður-Kína. Ég fór því út einn míns liðs og vann að uppsetningunni á verksmiðjunni. Í dag erum við með 2.400 fermetra verksmiðju og 35 manns í vinnu," segir Óskar. Verksmiðjan er í Zhongshan og framleiðir harðkorna sóla og sprautusteypta plastinnsóla sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á í Asíu. „Fyrsti viðskiptavinur okkar var Cintamani en núna erum við í þróunarverkefnum með Adidas, Nike, Timberland og Lacross. Auk þess framleiðum við alla innsóla í dömuskó frá Ecco." Green Diamond hefur nýlega gert samning við Ecco um framleiðslu á 5 milljónum para á næstu þremur árum. „Við höfum fengið til liðs við okkur undirverktaka þannig að heildarframleiðslugeta okkar gæti verið 30 til 40.000 pör á dag. Í framtíðinni geri ég mér vonir um að við munum bæta við fleiri vélum þannig að framleiðslugetan okkar gæti mögulega farið upp í 100.000 pör á dag." Óskar er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að framleiðslukostnaður í Kína hafi aukist um 50 prósent á síðustu 3 árum í kjölfar nýrrar vinnulöggjafar, hækkandi bensínverðs og veikingar dollarans. „Ég held að Kínverjar muni framleiða enn meira eftir 5 til 10 ár. Kínverjarnir eru snjallir kaupsýslumenn og hafa skapað sér dýrmæta þekkingu auk þess sem innanlandsmarkaður í Kína fer ört stækkandi."
Markaðir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira