Pilsaþytur Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 12. september 2008 07:00 Eflaust eru íslenskir karlmenn enn þá að jafna sig á því þegar Einar Ágúst steig á sviðið í Eurovision um árið íklæddur pilsi. Stolt þjóðarinnar, sem hefur í aldaraðir sannfært sjálfa sig um að hér búi mestu karlmenni veraldar, særðist þetta kvöld og fáir hafa látið sjá sig í slíku fati síðan. Það vakti því talsverða athygli þegar Reykjavík fylltist af pilsklæddum karlmönnum í vikunni. Skotar voru komnir til að hvetja landsliðið sitt og kannski verður koma þeirra til þess að íslenskir karlmenn endurskoða afstöðu sína til kvenlegs búnings Einars því mennirnir í pilsunum rústuðu okkur í því tvennu sem okkur hefur löngum þótt hvað karlmannlegast; bjórdrykkju og fótbolta. Þótt samstaða þjóðarinnar í kringum silfurveisluna í Peking á dögunum hafi þótt stórkostleg hefur koma Skotanna ýtt okkur aftur niður á jörðina. Við kunnum svo sem að hrópa „áfram Ísland", en margt eigum við ólært þegar kemur að því að skapa réttu stemninguna. Skotarnir kunna þetta og skammast sín ekki vitund fyrir að vappa um nærbuxnalausir í sínum þjóðlegu búningum í ókunnugri borg. Það sást vart milli húsa í miðbænum fyrir köflóttum pilsum og barirnir voru svo smekkfullir að brosandi rauðbirkin andlit og pilsklæddir afturendar klesstust upp við rúðurnar. Hvert sem litið var mátti sjá Skota. Litla Skota, stóra Skota, fulla Skota, alls konar Skota. En eitt áttu þeir allir sameiginlegt. Þeir voru í skotapilsum, hver og einn einasti. Þvílík samstaða! Sjálf lét ég ekki sjá mig á vellinum en engu síður get ég fullyrt að þar var engin kona á upphlut né peysufötum. Ég þori að veðja að fyrir utan einstaka lopapeysur (sem eru kannski ekki svo íslenskar þegar allt kemur til alls) var þjóðlegasti fatnaður íslenska stuðningsliðsins flíspeysur frá 66 gráðum norður. Þetta er náttúrlega skandall og vanvirðing við þjóðararfinn. Hnésíðar ullarbrækur og háir sokkar að hætti forfeðranna hljóta að vera tilvalinn klæðnaður í kaldri stúkunni. Ég sá meira að segja í sjónvarpinu að Skotarnir höfðu tekið með sér sekkjapípur á leikinn. Hvar var íslenska langspilið? Við eigum langt í land. Íslendingarnir fylltu bekkina með gallabuxnaklæddum rössum og veifuðu í mesta lagi íslenskum fána með semingi. Nokkrir klæddu sig í fánalitina en engum hafði dottið í hug að draga fram svo mikið sem skotthúfu. Enda töpuðum við leiknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór
Eflaust eru íslenskir karlmenn enn þá að jafna sig á því þegar Einar Ágúst steig á sviðið í Eurovision um árið íklæddur pilsi. Stolt þjóðarinnar, sem hefur í aldaraðir sannfært sjálfa sig um að hér búi mestu karlmenni veraldar, særðist þetta kvöld og fáir hafa látið sjá sig í slíku fati síðan. Það vakti því talsverða athygli þegar Reykjavík fylltist af pilsklæddum karlmönnum í vikunni. Skotar voru komnir til að hvetja landsliðið sitt og kannski verður koma þeirra til þess að íslenskir karlmenn endurskoða afstöðu sína til kvenlegs búnings Einars því mennirnir í pilsunum rústuðu okkur í því tvennu sem okkur hefur löngum þótt hvað karlmannlegast; bjórdrykkju og fótbolta. Þótt samstaða þjóðarinnar í kringum silfurveisluna í Peking á dögunum hafi þótt stórkostleg hefur koma Skotanna ýtt okkur aftur niður á jörðina. Við kunnum svo sem að hrópa „áfram Ísland", en margt eigum við ólært þegar kemur að því að skapa réttu stemninguna. Skotarnir kunna þetta og skammast sín ekki vitund fyrir að vappa um nærbuxnalausir í sínum þjóðlegu búningum í ókunnugri borg. Það sást vart milli húsa í miðbænum fyrir köflóttum pilsum og barirnir voru svo smekkfullir að brosandi rauðbirkin andlit og pilsklæddir afturendar klesstust upp við rúðurnar. Hvert sem litið var mátti sjá Skota. Litla Skota, stóra Skota, fulla Skota, alls konar Skota. En eitt áttu þeir allir sameiginlegt. Þeir voru í skotapilsum, hver og einn einasti. Þvílík samstaða! Sjálf lét ég ekki sjá mig á vellinum en engu síður get ég fullyrt að þar var engin kona á upphlut né peysufötum. Ég þori að veðja að fyrir utan einstaka lopapeysur (sem eru kannski ekki svo íslenskar þegar allt kemur til alls) var þjóðlegasti fatnaður íslenska stuðningsliðsins flíspeysur frá 66 gráðum norður. Þetta er náttúrlega skandall og vanvirðing við þjóðararfinn. Hnésíðar ullarbrækur og háir sokkar að hætti forfeðranna hljóta að vera tilvalinn klæðnaður í kaldri stúkunni. Ég sá meira að segja í sjónvarpinu að Skotarnir höfðu tekið með sér sekkjapípur á leikinn. Hvar var íslenska langspilið? Við eigum langt í land. Íslendingarnir fylltu bekkina með gallabuxnaklæddum rössum og veifuðu í mesta lagi íslenskum fána með semingi. Nokkrir klæddu sig í fánalitina en engum hafði dottið í hug að draga fram svo mikið sem skotthúfu. Enda töpuðum við leiknum.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun