Ekkert lið betur í stakk búið til að takast á við áföll Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2008 11:45 Íslandsmeistarar Vals hafa misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli í þessum mánuði. Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Guðný á þrettán A-landsleiki að baki og er þetta mikið áfall fyrir Valsliðið sem hefur því misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í upphafi mánaðarins. „Því er ekki að neita að meiðslin eru töluvert áfall fyrir liðið og ekki síst einstaklingana," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfari Valsliðsins, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta eru erfið meiðsl sem að Guðný og Guðbjörg hafa lent í með tveggja vikna milli bili, meiðsli sem halda þeim lengi frá knattspyrnuvellinum en við tökumst á við þessi áföll í sameiningu og vinnu úr þessum vandamálum saman." Valur er nú í leit að markverði. „Það er gríðalega erfitt að ætla að fylla skörð Guðbjargar og Guðnýjar. Báðir þessir leikmenn eru miklir karakterar, fyrir utan það að þær eru báðar leikmenn á heimsmælikvarða og hornsteinar í liðinu hvor á sinn hátt. Við munum bæta við okkur markverði, það er ómögulegt að vera með einn markvörð í ljósi þeirra verkefna sem eru framundan," sagði Freyr. „Ég veit ekki um neitt lið sem er betur í stakk búið að takast á við þessi áföll sem við erum að takast á við. Við erum með marga frábæra leikmenn í okkar röðum og við ætlumst til þess að þeim að stíga upp og taka ábyrgð sem aldrei fyrr." Valur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn verður í Kórnum og hefst klukkan 19. „Standið á hópnum hefur verið betra en þetta er allt að koma. Sif Atladóttir er á góðu róli í sinni endurhæfingu eftir liðþófa aðgerð og þær sem að hafa átt við minniháttar meiðsl eru að koma til baka hægt og rólega, við förum varlega í þessum efnum og flýtum okkur hægt. Þær stelpur sem að spila leikinn í kvöld eru tilbúnar og ég efast ekki um það að þær haldi áfram að nýta sín tækifæri til þess að sanna sig," sagði Freyr að lokum. Í hinum undanúrslitaleik Lengjubikarsins mætast KR og Stjarnan á KR-velli klukkan 18. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Komið er í ljós að Guðný Björk Óðinsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er með slitið krossband og því ljóst að hún getur ekki leikið á komandi tímabili. Guðný á þrettán A-landsleiki að baki og er þetta mikið áfall fyrir Valsliðið sem hefur því misst tvo lykilmenn í langtímameiðsli á skömmum tíma. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin í upphafi mánaðarins. „Því er ekki að neita að meiðslin eru töluvert áfall fyrir liðið og ekki síst einstaklingana," sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfari Valsliðsins, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta eru erfið meiðsl sem að Guðný og Guðbjörg hafa lent í með tveggja vikna milli bili, meiðsli sem halda þeim lengi frá knattspyrnuvellinum en við tökumst á við þessi áföll í sameiningu og vinnu úr þessum vandamálum saman." Valur er nú í leit að markverði. „Það er gríðalega erfitt að ætla að fylla skörð Guðbjargar og Guðnýjar. Báðir þessir leikmenn eru miklir karakterar, fyrir utan það að þær eru báðar leikmenn á heimsmælikvarða og hornsteinar í liðinu hvor á sinn hátt. Við munum bæta við okkur markverði, það er ómögulegt að vera með einn markvörð í ljósi þeirra verkefna sem eru framundan," sagði Freyr. „Ég veit ekki um neitt lið sem er betur í stakk búið að takast á við þessi áföll sem við erum að takast á við. Við erum með marga frábæra leikmenn í okkar röðum og við ætlumst til þess að þeim að stíga upp og taka ábyrgð sem aldrei fyrr." Valur mætir Breiðabliki í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn verður í Kórnum og hefst klukkan 19. „Standið á hópnum hefur verið betra en þetta er allt að koma. Sif Atladóttir er á góðu róli í sinni endurhæfingu eftir liðþófa aðgerð og þær sem að hafa átt við minniháttar meiðsl eru að koma til baka hægt og rólega, við förum varlega í þessum efnum og flýtum okkur hægt. Þær stelpur sem að spila leikinn í kvöld eru tilbúnar og ég efast ekki um það að þær haldi áfram að nýta sín tækifæri til þess að sanna sig," sagði Freyr að lokum. Í hinum undanúrslitaleik Lengjubikarsins mætast KR og Stjarnan á KR-velli klukkan 18.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki