Fer ekki á svið með Jackson 5 1. nóvember 2008 04:15 Popparinn Michael Jackson ætlar ekki í tónleikaferð um heiminn með systkinum sínum í Jackson 5. Michael Jackson hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í fyrirhugaðri endurkomu hljómsveitarinnar Jackson 5. Yfirlýsing Jacksons kom degi eftir að eldri bróðir hans Jermaine sagði að Jackson ætlaði í tónleikaferð með sveitinni. Orðrómur hefur lengi verið uppi um að Jackson 5 ætli í tónleikaferð um heiminn á nýjan leik en það hefur ekki orðið að veruleika. „Bræður mínir og systur hafa stuðning minn og ást og við höfum upplifað mörg frábær augnablik saman. Eins og staðan er í dag hef ég samt ekki í hyggju að taka upp plötu með þeim eða fara í tónleikaferð," sagði hinn fimmtugi Jackson. „Ég er núna í hljóðveri að vinna að spennandi verkefnum sem ég hlakka til með að deila með aðdáendum mínum bráðlega á tónleikum." Jackson 5, sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum, var skipuð systkinunum, Michael, Tito, Marlon, Jackie, Jermaine og Randy. Á meðal vinsælustu laga þeirra voru I Want You Back, ABC og Shake Your Body (Down to the Ground). Síðasta tónleikaferð sveitarinnar var farin árið 1984 eftir að Jackson hafði þegar slegið í gegn sem sólótónlistarmaður með plötunum Off the Wall og Thriller. Sveitin kom síðast saman á tónleikum árið 2001 til að fagna þrjátíu ára tónlistarferli Jackson. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Michael Jackson hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að taka þátt í fyrirhugaðri endurkomu hljómsveitarinnar Jackson 5. Yfirlýsing Jacksons kom degi eftir að eldri bróðir hans Jermaine sagði að Jackson ætlaði í tónleikaferð með sveitinni. Orðrómur hefur lengi verið uppi um að Jackson 5 ætli í tónleikaferð um heiminn á nýjan leik en það hefur ekki orðið að veruleika. „Bræður mínir og systur hafa stuðning minn og ást og við höfum upplifað mörg frábær augnablik saman. Eins og staðan er í dag hef ég samt ekki í hyggju að taka upp plötu með þeim eða fara í tónleikaferð," sagði hinn fimmtugi Jackson. „Ég er núna í hljóðveri að vinna að spennandi verkefnum sem ég hlakka til með að deila með aðdáendum mínum bráðlega á tónleikum." Jackson 5, sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum, var skipuð systkinunum, Michael, Tito, Marlon, Jackie, Jermaine og Randy. Á meðal vinsælustu laga þeirra voru I Want You Back, ABC og Shake Your Body (Down to the Ground). Síðasta tónleikaferð sveitarinnar var farin árið 1984 eftir að Jackson hafði þegar slegið í gegn sem sólótónlistarmaður með plötunum Off the Wall og Thriller. Sveitin kom síðast saman á tónleikum árið 2001 til að fagna þrjátíu ára tónlistarferli Jackson.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira