Útrás skattgreiðenda Þráinn Bertelsson skrifar 30. júní 2008 07:00 Um daginn hitti ég stjórnmálamann. Við fórum að tala um bankana. "Það er ekki von að þú skiljir þetta," sagði stjórnmálamaðurinn. „Bankarnir borga svo rosalegar fjárhæðir í skatta svo að við verðum einfaldlega að bjarga þeim eða missa þá úr landi." Ég sagði: „Úr því að við þurfum að hafa bankana í gjörgæslu til að þeir drepist ekki koma þessir skattpeningar að litlum notum," sagði ég. Spurningarmerki komu í augu stjórnmálamannsins. Þjóðina munar lítið um þá skattpeninga sem bankarnir borga," sagði ég. „Þetta eru peningar sem bankarnir hafa sogið úr þjóðinni og þeir renna ekki til neins sem skiptir almenning í landinu máli." Í hvað renna þá þessir einskisnýtu peningar?" spurði stjórnmálamaðurinn. Því var fljótsvarað: „Í bruðl og mont og gæluverkefni. Í að skaffa utanríkisráðuneytinu milljarð á mánuði, ekki á ári heldur mánuði, til að hafa óstarfhæfa einkavini á launum, halda úti sendiráðum í Asíu og Afríku, hafa fjölda manns á ferðalögum til að ræða við Bashar al-Assad einræðisherra og harðstjórason í Sýrlandi og aðra af sömu sort. Og umræðuefnið: Hvernig Ísland geti komið að því að leysa deiluna um framtíðarskipan mála í Miðausturlöndum!!! Er kerlingin komin með algert stjórmennskubrjálæði? Kannski friðarverðlaun Nóbels? Heima hjá henni er kreppa og hún er formaður krataflokks og hún situr skælbrosandi við fótskör þriðja klassa einræðisherra í Sýrlandi." Þú segir nokkuð," sagði stjórnmálamaðurinn og leit á klukkuna. En ég var ekki búinn: „Í svona rugl er peningum mokað. Forsetaembættið hefur hlaupið í spik. Það getur vel verið að forsetinn sé mun skynsamari en utanríkisráðuneytið, en af hverju þarf tvær utanríkisstefnur? Hver hefur beðið forsetann að reyna spinna sér alþjóðlega værðarvoð með viðtölum á CNN um að hann hafi fundið upp hitaveituna og langi til að velgja öllu mannkyni undir uggum á vistvænan hátt? Kjarni málsins er þessi. Við getum skorið niður ríkisútgjöld án þess að skerða nokkra nauðsynlega þjónustu - ef við fáum að vera í friði fyrir hálaunuðari einkavina- og sjálftökumannayfirstétt sem spreðar peningum á báða bóga á kostnað okkar hinna - sem erum LÍKA með bankana á okkar framfæri!" Sagði ég. Stundum verða jafnvel skattgreiðendur að fá útrás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun
Um daginn hitti ég stjórnmálamann. Við fórum að tala um bankana. "Það er ekki von að þú skiljir þetta," sagði stjórnmálamaðurinn. „Bankarnir borga svo rosalegar fjárhæðir í skatta svo að við verðum einfaldlega að bjarga þeim eða missa þá úr landi." Ég sagði: „Úr því að við þurfum að hafa bankana í gjörgæslu til að þeir drepist ekki koma þessir skattpeningar að litlum notum," sagði ég. Spurningarmerki komu í augu stjórnmálamannsins. Þjóðina munar lítið um þá skattpeninga sem bankarnir borga," sagði ég. „Þetta eru peningar sem bankarnir hafa sogið úr þjóðinni og þeir renna ekki til neins sem skiptir almenning í landinu máli." Í hvað renna þá þessir einskisnýtu peningar?" spurði stjórnmálamaðurinn. Því var fljótsvarað: „Í bruðl og mont og gæluverkefni. Í að skaffa utanríkisráðuneytinu milljarð á mánuði, ekki á ári heldur mánuði, til að hafa óstarfhæfa einkavini á launum, halda úti sendiráðum í Asíu og Afríku, hafa fjölda manns á ferðalögum til að ræða við Bashar al-Assad einræðisherra og harðstjórason í Sýrlandi og aðra af sömu sort. Og umræðuefnið: Hvernig Ísland geti komið að því að leysa deiluna um framtíðarskipan mála í Miðausturlöndum!!! Er kerlingin komin með algert stjórmennskubrjálæði? Kannski friðarverðlaun Nóbels? Heima hjá henni er kreppa og hún er formaður krataflokks og hún situr skælbrosandi við fótskör þriðja klassa einræðisherra í Sýrlandi." Þú segir nokkuð," sagði stjórnmálamaðurinn og leit á klukkuna. En ég var ekki búinn: „Í svona rugl er peningum mokað. Forsetaembættið hefur hlaupið í spik. Það getur vel verið að forsetinn sé mun skynsamari en utanríkisráðuneytið, en af hverju þarf tvær utanríkisstefnur? Hver hefur beðið forsetann að reyna spinna sér alþjóðlega værðarvoð með viðtölum á CNN um að hann hafi fundið upp hitaveituna og langi til að velgja öllu mannkyni undir uggum á vistvænan hátt? Kjarni málsins er þessi. Við getum skorið niður ríkisútgjöld án þess að skerða nokkra nauðsynlega þjónustu - ef við fáum að vera í friði fyrir hálaunuðari einkavina- og sjálftökumannayfirstétt sem spreðar peningum á báða bóga á kostnað okkar hinna - sem erum LÍKA með bankana á okkar framfæri!" Sagði ég. Stundum verða jafnvel skattgreiðendur að fá útrás.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun