Pétur segir Stím-málið kalla á reglubreytingar 30. nóvember 2008 18:30 Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum. Einkahlutafélagið Stím var stofnað í nóvember á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður félagsins, sendi frá sér í gær kemur fram að Glitnir átti tæp 33 prósent í félaginu. Stím keypti 4,3 prósent hlut Glitni fyrir rúma 16 milljarða í fyrra og auk þess hlut í FL Group fyrir tæpa 9 millljarða. Glitnir lánaði félaginu tæpa 20 milljarða fyrir kaupunum. „Viðskiptahættirnir eru dáltíð undarlegir vægast sagt. Þarna er banki að lána 80% í kaupum á sjálfum sér og stærsta eigenda sínum," segir Pétur. „Ég get ekki farið í lögfræðina en þetta er greinilega til þess að hafa áhrif á gengi og eftirspurn eftir hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og ég mundi flokka þetta undir eitthvað sem þyrfti að skoða." Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði að kaupin yrðu skoðuð sérstaklega í vikunni. Í yfirlýsingu sem skilanefnd Gamla Glitnis sendi frá sér í dag kemur fram að Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím strax í nóvember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallarinnar. Fréttastofa ákvað að leita viðbragða hjá stjórn Gamla Glitnis vegna málsins. Björn Ingi Sveinsson, sagðist ekki vita neitt um málið. Pétur Guðmundarson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sagðist ekki muna eftir því að stjórn bankans hafi fjallað sérstaklega um Stím á sínum tíma. Ekki náðist í aðra fyrrum stjórnarmeðlimi Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, er erlendis. Pétur segir málið allt kalla á reglubreytingar. „Það held ég að sé alveg einhlýtt að ef þetta er ekki bannað með lögum þá þyrfti að setja reglur um það auðmenn geti ekki verið að breyta gengi á hlutabréfum í sjálfum sér með þessum hætti." Stím málið Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum. Einkahlutafélagið Stím var stofnað í nóvember á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður félagsins, sendi frá sér í gær kemur fram að Glitnir átti tæp 33 prósent í félaginu. Stím keypti 4,3 prósent hlut Glitni fyrir rúma 16 milljarða í fyrra og auk þess hlut í FL Group fyrir tæpa 9 millljarða. Glitnir lánaði félaginu tæpa 20 milljarða fyrir kaupunum. „Viðskiptahættirnir eru dáltíð undarlegir vægast sagt. Þarna er banki að lána 80% í kaupum á sjálfum sér og stærsta eigenda sínum," segir Pétur. „Ég get ekki farið í lögfræðina en þetta er greinilega til þess að hafa áhrif á gengi og eftirspurn eftir hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og ég mundi flokka þetta undir eitthvað sem þyrfti að skoða." Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði að kaupin yrðu skoðuð sérstaklega í vikunni. Í yfirlýsingu sem skilanefnd Gamla Glitnis sendi frá sér í dag kemur fram að Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím strax í nóvember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallarinnar. Fréttastofa ákvað að leita viðbragða hjá stjórn Gamla Glitnis vegna málsins. Björn Ingi Sveinsson, sagðist ekki vita neitt um málið. Pétur Guðmundarson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sagðist ekki muna eftir því að stjórn bankans hafi fjallað sérstaklega um Stím á sínum tíma. Ekki náðist í aðra fyrrum stjórnarmeðlimi Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, er erlendis. Pétur segir málið allt kalla á reglubreytingar. „Það held ég að sé alveg einhlýtt að ef þetta er ekki bannað með lögum þá þyrfti að setja reglur um það auðmenn geti ekki verið að breyta gengi á hlutabréfum í sjálfum sér með þessum hætti."
Stím málið Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira