Bankahólfið: I’m from the government 5. mars 2008 00:01 Geir Haarde Líklega fagna því margir, sem fram kemur í Financial Times í gær, að Geir H. Haarde forsætisráðherra ætlar að kynna sterka stöðu íslensks efnahagslífs erlendis. Hefur hann ákveðið að fara til New York í þessum mánuði til að ræða við fjárfesta og sannfæra þá um að Ísland sé nú álitlegri kostur en Kasakstan (sjá síðu 2). Einhverjir eru þó efins og rifja í gamni upp orð Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann lýsti því hvaða níu orð á enskri tungu hræddu mest: „I'm from the government and I'm here to help." iPhone crackiPhone-síminn selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Símarnir eru ekki til sölu hér á landi og óljóst hvenær af því verður, aðdáendum Apple til mikillar mæðu. Af þeim sökum hafa fjölmargir brugðið á það ráð að kaupa iPhone erlendis og flytja til Íslands. Til að síminn gagnist á Íslandi þarf að afnema læsingu sem á að koma í veg fyrir flutning tækja milli markaða. Græða menn fúlgur fjár á því. Einn hafði virkjað um 300 síma en ekki var hægt að nota símkort frá Símanum eftir aðgerðina. Vodafone fékk því marga iPhone-aðdáendur í viðskipti til sín. Fór svo að þessi einstaklingur fékk „leiðbeiningar" um hvernig hægt væri að opna símann og nota hann á símkerfi Símans. Markaðsöflin eru víða að verki.Bankaumræður í sjónvarpiFyrir helgi varð nokkuð fjaðrafok á Eyjunni í umræðum um viðskipta- og efnahagsmálaumfjöllun í Silfri Egils. Efnahagsmál eru fyrirferðarmikil í fjölmiðlum þessa dagana enda umrót í fjármálaheiminum og hriktir sums staðar í. Á föstudag ræddu í Íslandi í dag Illugi Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda, fréttir vikunnar. Í umræðum um Evrópusambandið benti Illugi á að bönkum á meginlandinu virtist ekki meiri stuðningur af evrunni en svo að þeir stæðu margir illa í fjármálaóróleikanum. Þarna hefði mátt spyrja hvort þingmaðurinn teldi vanda íslensku bankanna, sem enga áhættu bera af undirmálslánum, vera þann sama og plagar evrópska banka. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira
Líklega fagna því margir, sem fram kemur í Financial Times í gær, að Geir H. Haarde forsætisráðherra ætlar að kynna sterka stöðu íslensks efnahagslífs erlendis. Hefur hann ákveðið að fara til New York í þessum mánuði til að ræða við fjárfesta og sannfæra þá um að Ísland sé nú álitlegri kostur en Kasakstan (sjá síðu 2). Einhverjir eru þó efins og rifja í gamni upp orð Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann lýsti því hvaða níu orð á enskri tungu hræddu mest: „I'm from the government and I'm here to help." iPhone crackiPhone-síminn selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Símarnir eru ekki til sölu hér á landi og óljóst hvenær af því verður, aðdáendum Apple til mikillar mæðu. Af þeim sökum hafa fjölmargir brugðið á það ráð að kaupa iPhone erlendis og flytja til Íslands. Til að síminn gagnist á Íslandi þarf að afnema læsingu sem á að koma í veg fyrir flutning tækja milli markaða. Græða menn fúlgur fjár á því. Einn hafði virkjað um 300 síma en ekki var hægt að nota símkort frá Símanum eftir aðgerðina. Vodafone fékk því marga iPhone-aðdáendur í viðskipti til sín. Fór svo að þessi einstaklingur fékk „leiðbeiningar" um hvernig hægt væri að opna símann og nota hann á símkerfi Símans. Markaðsöflin eru víða að verki.Bankaumræður í sjónvarpiFyrir helgi varð nokkuð fjaðrafok á Eyjunni í umræðum um viðskipta- og efnahagsmálaumfjöllun í Silfri Egils. Efnahagsmál eru fyrirferðarmikil í fjölmiðlum þessa dagana enda umrót í fjármálaheiminum og hriktir sums staðar í. Á föstudag ræddu í Íslandi í dag Illugi Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda, fréttir vikunnar. Í umræðum um Evrópusambandið benti Illugi á að bönkum á meginlandinu virtist ekki meiri stuðningur af evrunni en svo að þeir stæðu margir illa í fjármálaóróleikanum. Þarna hefði mátt spyrja hvort þingmaðurinn teldi vanda íslensku bankanna, sem enga áhættu bera af undirmálslánum, vera þann sama og plagar evrópska banka.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira