Lömbin þagna Bergsteinn Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2008 04:00 Senn gengur í garð sá árstími þegar fjórtán ára þrautaganga margra foreldra er á enda og börnin ganga í fullorðinna manna tölu. Ungviðinu er smalað í kirkju eins og lömbum til slátrunar, sem er í vissum skilningi viðeigandi líking því úr kirkjunni snúa engin lömb; aðeins spengilegar ær og graðir hrútar. Barndómnum er formlega lokið. Hinum nýfermdu eru aftur á móti veittar höfðinglegar móttökur í samfélag fullorðinna. Strax í kirkjunni er þeim boðið í glas í fyrsta sinn. Þau fá dýrar gjafir á borð við sjónvarp, hljómflutningstæki og einkatölvur, gjafir sem eiga það helst sameiginlegt að ýta undir sjálfstæði hins nýfullorðna og búa hann undir að yfirgefa hreiðrið. Bestu fermingargjafirnar eru þær sem gera ungmennununm kleift að dvelja langdvölum í herbergi sínu án þess að hafa samneyti við annað heimilisfólk. Það sætir í rauninni furðu að næturgögn og örbylgjuofnar séu ekki orðnar vinsælar fermingargjafir; ef ekki væri fyrir salernisferðir og matartíma þyrfti hinn fermdi alls ekki að fara út úr herbergi sínu og gæti allt eins verið fluttur að heiman. Nú þarf bara að byrja að rukka hann um leigu og til verður fullveðja og nýtur þjóðfélagsþegn. (Athugið að þetta getur líka haft öfug áhrif; heyrst hefur af sprenglærðum lögfræðingum sem flytja ekki að heiman fyrr en um miðjan fertugsaldur.) En rétt eins og fæðing hins fullorðna er ljúf og gnægtafull eru dauðateygjur barnsins sárar og auðmýkjandi. Til að minna þá uppkomnu á að það er ekki eftirsóknarvert að vera barn er hinn pínlegi dauðdagi rammaður inn og hengdur upp á stofuvegg. Barndómur minn safnaðist til feðra sinna á sérlega raunalegan hátt. Í dökkbláum buxum, laxableikri skyrtu, dökkgrænum blazer-jakka, með skræpótt bindi, risastór gleraugu, skælt bros og hliðargreiðslu sem gerði hvaða skákmann sem er svalan í samanburði. Fermingin getur verið trámatísk lífsreynsla. Það var til dæmis ekkert gefið að ég kæmist óskaddaður frá minni. Fyrir miskunnsemi og fyrirhyggju foreldra minna á ég hins vegar eldri systur sem fermdist árið 1987 - þegar helför tískunnar var í hámarki - í hvítri buxnadragt með axlapúða og broddaklippt hár. Þeirri mótvægisaðgerð á ég sjálfsagt það að þakka að ég slapp svo til heill. Hver veit hvernig annars hefði getað farið? Kannski sæti ég núna einhvers staðar úti í bæ í grænum blazer-jakka, með skræpótt bindi og hárið stífgreitt til hliðar. Að spila póker og bridds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Senn gengur í garð sá árstími þegar fjórtán ára þrautaganga margra foreldra er á enda og börnin ganga í fullorðinna manna tölu. Ungviðinu er smalað í kirkju eins og lömbum til slátrunar, sem er í vissum skilningi viðeigandi líking því úr kirkjunni snúa engin lömb; aðeins spengilegar ær og graðir hrútar. Barndómnum er formlega lokið. Hinum nýfermdu eru aftur á móti veittar höfðinglegar móttökur í samfélag fullorðinna. Strax í kirkjunni er þeim boðið í glas í fyrsta sinn. Þau fá dýrar gjafir á borð við sjónvarp, hljómflutningstæki og einkatölvur, gjafir sem eiga það helst sameiginlegt að ýta undir sjálfstæði hins nýfullorðna og búa hann undir að yfirgefa hreiðrið. Bestu fermingargjafirnar eru þær sem gera ungmennununm kleift að dvelja langdvölum í herbergi sínu án þess að hafa samneyti við annað heimilisfólk. Það sætir í rauninni furðu að næturgögn og örbylgjuofnar séu ekki orðnar vinsælar fermingargjafir; ef ekki væri fyrir salernisferðir og matartíma þyrfti hinn fermdi alls ekki að fara út úr herbergi sínu og gæti allt eins verið fluttur að heiman. Nú þarf bara að byrja að rukka hann um leigu og til verður fullveðja og nýtur þjóðfélagsþegn. (Athugið að þetta getur líka haft öfug áhrif; heyrst hefur af sprenglærðum lögfræðingum sem flytja ekki að heiman fyrr en um miðjan fertugsaldur.) En rétt eins og fæðing hins fullorðna er ljúf og gnægtafull eru dauðateygjur barnsins sárar og auðmýkjandi. Til að minna þá uppkomnu á að það er ekki eftirsóknarvert að vera barn er hinn pínlegi dauðdagi rammaður inn og hengdur upp á stofuvegg. Barndómur minn safnaðist til feðra sinna á sérlega raunalegan hátt. Í dökkbláum buxum, laxableikri skyrtu, dökkgrænum blazer-jakka, með skræpótt bindi, risastór gleraugu, skælt bros og hliðargreiðslu sem gerði hvaða skákmann sem er svalan í samanburði. Fermingin getur verið trámatísk lífsreynsla. Það var til dæmis ekkert gefið að ég kæmist óskaddaður frá minni. Fyrir miskunnsemi og fyrirhyggju foreldra minna á ég hins vegar eldri systur sem fermdist árið 1987 - þegar helför tískunnar var í hámarki - í hvítri buxnadragt með axlapúða og broddaklippt hár. Þeirri mótvægisaðgerð á ég sjálfsagt það að þakka að ég slapp svo til heill. Hver veit hvernig annars hefði getað farið? Kannski sæti ég núna einhvers staðar úti í bæ í grænum blazer-jakka, með skræpótt bindi og hárið stífgreitt til hliðar. Að spila póker og bridds.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun