Sökuð um svindl í Eurovision Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 15. febrúar 2008 06:00 Mikil ólga er meðal keppenda í Laugardagslögunum og dagskrárstjóri segir gott að fólk taki keppnina alvarlega. Mercedes Club er í miðju ólgunnar. Meðlimir sveitarinnar eru sakaðir um svindl. Vísir/Vilhelm „Við þurfum svo sem enga bakraddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í húsbandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson, talsmaður Mercedes Club, sem keppir í Laugardagslögunum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir mikilli ólgu meðal þátttakenda í forkeppni Eurovision-keppninnar. Eru reglur sagðar beygðar til að hygla lagi Barða Jóhannssonar Ho ho ho, we say hey hey hey, en í 13. grein segir að keppendur á sviði megi aðeins vera sex. Í undanúrslitum síðasta laugardagskvöld voru auk meðlimanna fimm þrír bakraddasöngvarar úr hljómsveit hússins sem sungu með í viðlaginu: Ólafur Hólm trommari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari og Stefán Már Magnússon gítarleikarinn snjalli. „Ég neita að tjá mig um málið og vísa því til föðurhúsanna,“ segir Ólafur aðspurður hvernig það sé að vera í miðju meints svindls. Reglurnar eru reyndar óljósar. Þannig segir í 24. grein reglna sem tóku gildi árið 1. ágúst 2007 að Sjónvarpið áskilji sér fullan rétt til að breyta reglunum, túlka og skera úr um öll vafaatriði sem upp kunna að koma. Regluverkið kemur ekki til af góðu. Komið hafa upp álitamál í tengslum við forkeppnina hér heima og er skemmst að minnast átaka sem urðu árið 2006 milli hóps þátttakenda sem Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld fór fyrir og svo Silvíu Nætur sem sögð var hafa dreift lagi sínu opinberlega, þverbrotið reglurnar og voru uppi kröfur um að Silvíu yrði vísað úr keppni. Þorvaldur Bjarni er tónlistarstjóri keppninnar og hann segir engar reglur hafa verið brotnar. Allir sitji við sama borð og megi nýta sér raddir húsbandsins. „Nei, það kannski nýtist ekki öllum. En ef þú vilt stækka bakraddirnar þá getur þú það. Fleiri nýttu sér þetta, til dæmis þau í Wiggle Wiggle Song.“ Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri tekur í sama streng, fyrirkomulag hafi legið fyrir og verið samþykkt á fundi lagahöfunda. „Raddirnar voru í fyrstu umferð á teipi og svolítið mikið að taka það allt af þeim í þessari umferð. En úti mega bara vera sex á sviðinu.“ Þórhallur er ánægður með hversu alvarlega menn taka keppnina enda vilja allir komast til Serbíu og syngja fyrir 300 milljónir manna. Þorvaldur Bjarni telur reyndar lítið þurfa að hjálpa laginu hans Barða. „Brilljansinn við þetta er að hægt væri að hafa taminn apa til að segja hó og hey og það kæmi vel út.“ Egill Einarsson hafnar aðspurður því að söngkennari bakvarðarsveitar Mercedes Club sé að verða gráhærður. „Gæti ekki verið ánægðari með okkur. Ég þurfti minnst á söngkennslunni að halda enda tónlistarmaður. En það þurfti að fínpússa suma. En við þrír munum klára þetta. Við þrír munum fara til Serbíu.“ Eurovision Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Sjá meira
„Við þurfum svo sem enga bakraddasöngvara. Ég er til dæmis svo kröftugur að ég gæti tekið þetta einn. Þótt þetta séu toppmenn í húsbandinu var þetta óþarfi og hugsað sem alger uppfylling,“ segir Egill Einarsson, talsmaður Mercedes Club, sem keppir í Laugardagslögunum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir mikilli ólgu meðal þátttakenda í forkeppni Eurovision-keppninnar. Eru reglur sagðar beygðar til að hygla lagi Barða Jóhannssonar Ho ho ho, we say hey hey hey, en í 13. grein segir að keppendur á sviði megi aðeins vera sex. Í undanúrslitum síðasta laugardagskvöld voru auk meðlimanna fimm þrír bakraddasöngvarar úr hljómsveit hússins sem sungu með í viðlaginu: Ólafur Hólm trommari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari og Stefán Már Magnússon gítarleikarinn snjalli. „Ég neita að tjá mig um málið og vísa því til föðurhúsanna,“ segir Ólafur aðspurður hvernig það sé að vera í miðju meints svindls. Reglurnar eru reyndar óljósar. Þannig segir í 24. grein reglna sem tóku gildi árið 1. ágúst 2007 að Sjónvarpið áskilji sér fullan rétt til að breyta reglunum, túlka og skera úr um öll vafaatriði sem upp kunna að koma. Regluverkið kemur ekki til af góðu. Komið hafa upp álitamál í tengslum við forkeppnina hér heima og er skemmst að minnast átaka sem urðu árið 2006 milli hóps þátttakenda sem Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld fór fyrir og svo Silvíu Nætur sem sögð var hafa dreift lagi sínu opinberlega, þverbrotið reglurnar og voru uppi kröfur um að Silvíu yrði vísað úr keppni. Þorvaldur Bjarni er tónlistarstjóri keppninnar og hann segir engar reglur hafa verið brotnar. Allir sitji við sama borð og megi nýta sér raddir húsbandsins. „Nei, það kannski nýtist ekki öllum. En ef þú vilt stækka bakraddirnar þá getur þú það. Fleiri nýttu sér þetta, til dæmis þau í Wiggle Wiggle Song.“ Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri tekur í sama streng, fyrirkomulag hafi legið fyrir og verið samþykkt á fundi lagahöfunda. „Raddirnar voru í fyrstu umferð á teipi og svolítið mikið að taka það allt af þeim í þessari umferð. En úti mega bara vera sex á sviðinu.“ Þórhallur er ánægður með hversu alvarlega menn taka keppnina enda vilja allir komast til Serbíu og syngja fyrir 300 milljónir manna. Þorvaldur Bjarni telur reyndar lítið þurfa að hjálpa laginu hans Barða. „Brilljansinn við þetta er að hægt væri að hafa taminn apa til að segja hó og hey og það kæmi vel út.“ Egill Einarsson hafnar aðspurður því að söngkennari bakvarðarsveitar Mercedes Club sé að verða gráhærður. „Gæti ekki verið ánægðari með okkur. Ég þurfti minnst á söngkennslunni að halda enda tónlistarmaður. En það þurfti að fínpússa suma. En við þrír munum klára þetta. Við þrír munum fara til Serbíu.“
Eurovision Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Sjá meira