Bannað börnum 4. janúar 2008 06:00 Litríkt sælgæti er vissulega heillandi fyrir barnsaugað, en nú er bannað að auglýsa sælgæti í breskum barnatímum í sjónvarpi. Blátt bann við auglýsingum á skyndibita í bresku barnasjónvarpi tók gildi um áramótin. Í nýju reglugerðinni liggur strangt bann við auglýsingum á óhollum mat og drykk í kringum barnaefni sem ætlað er börnum yngri en sextán ára, en til þessa hefur bannið einungis náð til barna sem eru tíu ára og yngri. Auglýsingabannið nær til allra matar- og drykkjarvara sem auðugar eru af fitu, salti og sykri, og er liður í viðleitni stjórnvalda til að sporna við offitu barna á Bretlandi. Barnasjónvarpsstöðvum verður leyft að innleiða bannið í áföngum til ársloka 2008, en árangur auglýsingabannsins verður skoðaður á hausti komanda.- þlg Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp
Blátt bann við auglýsingum á skyndibita í bresku barnasjónvarpi tók gildi um áramótin. Í nýju reglugerðinni liggur strangt bann við auglýsingum á óhollum mat og drykk í kringum barnaefni sem ætlað er börnum yngri en sextán ára, en til þessa hefur bannið einungis náð til barna sem eru tíu ára og yngri. Auglýsingabannið nær til allra matar- og drykkjarvara sem auðugar eru af fitu, salti og sykri, og er liður í viðleitni stjórnvalda til að sporna við offitu barna á Bretlandi. Barnasjónvarpsstöðvum verður leyft að innleiða bannið í áföngum til ársloka 2008, en árangur auglýsingabannsins verður skoðaður á hausti komanda.- þlg
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp