„Fundum einu sinni 50 borvélar við húsleit“ 15. nóvember 2007 12:28 Tilkynnt var um þrjú innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eitt innbrot á heimili. Um sjöleytið barst lögreglu tilkynning um innbrot í bíl við Grettisgötu. Talsvert af verkfærum var stolið úr bílnum ásamt hljómflutningstækjum. Skömmu síðar barst tilkynning um innbrot í bíl við Grýtubakka. Rúða í bílnum var sennt upp og verkfærum stolið ásamt geisladiskum með Svölu Björgvins og Birgittu Haukdal. Einnig var brotist inn í bíl við Klettháls. Þá var brotist inn á heimili í Lundabrekku í Kópavogi. Þaðan var stolið Playstation 3 tölvu og átta leikjum. Lögreglan segir fremur algengt að verkfærum sé stolið í innbrotum en ástæðan sé ekki sú að þau séu þægilegur gjaldmiðill á fíkniefnamarkaði. "Stundum liggja menn bara á þessum verkfærum vikum saman og ætla síðan að koma þessu í verð seinna," sagði lögreglumaður, á vakt, sem Vísir talaði við. "Ég man eftir því að eitt sinn fundum við 50 borvélar á heimili þar sem við gerðum húsleit," bætti lögreglumaðurinn við. Leikjavísir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið
Tilkynnt var um þrjú innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eitt innbrot á heimili. Um sjöleytið barst lögreglu tilkynning um innbrot í bíl við Grettisgötu. Talsvert af verkfærum var stolið úr bílnum ásamt hljómflutningstækjum. Skömmu síðar barst tilkynning um innbrot í bíl við Grýtubakka. Rúða í bílnum var sennt upp og verkfærum stolið ásamt geisladiskum með Svölu Björgvins og Birgittu Haukdal. Einnig var brotist inn í bíl við Klettháls. Þá var brotist inn á heimili í Lundabrekku í Kópavogi. Þaðan var stolið Playstation 3 tölvu og átta leikjum. Lögreglan segir fremur algengt að verkfærum sé stolið í innbrotum en ástæðan sé ekki sú að þau séu þægilegur gjaldmiðill á fíkniefnamarkaði. "Stundum liggja menn bara á þessum verkfærum vikum saman og ætla síðan að koma þessu í verð seinna," sagði lögreglumaður, á vakt, sem Vísir talaði við. "Ég man eftir því að eitt sinn fundum við 50 borvélar á heimili þar sem við gerðum húsleit," bætti lögreglumaðurinn við.
Leikjavísir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið