Ævintýraleg sigurkarfa Helga tryggði KR sigur 1. nóvember 2007 20:55 Helgi Magnússon tryggði KR ótrúlegan sigur á Njarðvík í kvöld KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Heimamenn virtust vera búnir að tapa leiknum og voru undir síðustu mínútuna í leiknum þar sem dramatíkin var í hámarki. Njarðvík var yfir 81-79 þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Brynjar Björnsson keyrði upp að körfu Njarðvíkinga og kastaði boltanum út í vinstra hornið þar sem hann Helga Magnússon opinn. Helgi reyndi erfitt skot með varnarmann í andlitinu og brotið var hakalega á honum, en hátt regnbogaskot hans fór beint ofan í körfuna og tryggði KR sigurinn um leið og flautan gall. Þetta var því sannarlega ótrúlegur endir á frábærum og spennandi leik þessara liða - og dramatíkin sem var í viðureignum liðanna í fyrra virðist ekki ætla að verða neinu minni í vetur. "Þetta er bara það sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og þetta var eins og skrifað handrit fyrir okkur í kvöld. Þú þarft að hafa menn í liðinu þínu sem klára svona skot og við erum með nóg af þeim." sagði Benedikt Guðmundsson kampakátur í viðtali við Sýn eftir dramatískan endirinn í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar höfðu yfir 43-37 í hálfleik en gestirnir voru grimmir í þriðja leikhlutanum og höfðu tveggja stiga forystu að honum loknum. Joshua Helm var atkvæðamestur hjá KR í kvöld með 30 stig og 12 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson skoruðu 11 hvor. Charleston Long skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og Egill Jónasson 12 stig og hirti 8 fráköst. Alls fóru fram fimm leikir í kvöld. Grindavík lagði Tindastól fyrir norðan 90-78. Adam Darboe skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Jonathan Griffin skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Marcin Konaezewski var allt í öllu hjá Stólunum og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. Þá skoraði Donald Brown 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Tindastól og Ísak Einarsson skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík burstaði ÍR 110-79 og er á toppnum í deildinni með fullt hús stiga. Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Kefelavík, Anthony Susnjarra 16 og hirti 12 fráköst. Bobby Walker og Magnús Gunnarsson skoruðu 15 stig. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon í sérflokki með 29 stig. Skallagrímur lagði Fjölni 88-65 þar sem Darrel Flake skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Skallagrím og Pétur Sigurðsson 22. Drago Pavlovic skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Fjölni og Karlton Mims skoraði 15 stig. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Þór á heimavelli 85-78 en tölfræði barst ekki úr þeim leik. Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall. Heimamenn virtust vera búnir að tapa leiknum og voru undir síðustu mínútuna í leiknum þar sem dramatíkin var í hámarki. Njarðvík var yfir 81-79 þegar 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Brynjar Björnsson keyrði upp að körfu Njarðvíkinga og kastaði boltanum út í vinstra hornið þar sem hann Helga Magnússon opinn. Helgi reyndi erfitt skot með varnarmann í andlitinu og brotið var hakalega á honum, en hátt regnbogaskot hans fór beint ofan í körfuna og tryggði KR sigurinn um leið og flautan gall. Þetta var því sannarlega ótrúlegur endir á frábærum og spennandi leik þessara liða - og dramatíkin sem var í viðureignum liðanna í fyrra virðist ekki ætla að verða neinu minni í vetur. "Þetta er bara það sem gerir þessa íþrótt svona skemmtilega og þetta var eins og skrifað handrit fyrir okkur í kvöld. Þú þarft að hafa menn í liðinu þínu sem klára svona skot og við erum með nóg af þeim." sagði Benedikt Guðmundsson kampakátur í viðtali við Sýn eftir dramatískan endirinn í DHL-höllinni í kvöld. KR-ingar höfðu yfir 43-37 í hálfleik en gestirnir voru grimmir í þriðja leikhlutanum og höfðu tveggja stiga forystu að honum loknum. Joshua Helm var atkvæðamestur hjá KR í kvöld með 30 stig og 12 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Darri Hilmarsson skoruðu 11 hvor. Charleston Long skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 13 stig og Egill Jónasson 12 stig og hirti 8 fráköst. Alls fóru fram fimm leikir í kvöld. Grindavík lagði Tindastól fyrir norðan 90-78. Adam Darboe skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Jonathan Griffin skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Marcin Konaezewski var allt í öllu hjá Stólunum og skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. Þá skoraði Donald Brown 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir Tindastól og Ísak Einarsson skoraði 12 stig og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík burstaði ÍR 110-79 og er á toppnum í deildinni með fullt hús stiga. Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Kefelavík, Anthony Susnjarra 16 og hirti 12 fráköst. Bobby Walker og Magnús Gunnarsson skoruðu 15 stig. Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon í sérflokki með 29 stig. Skallagrímur lagði Fjölni 88-65 þar sem Darrel Flake skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst fyrir Skallagrím og Pétur Sigurðsson 22. Drago Pavlovic skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Fjölni og Karlton Mims skoraði 15 stig. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Þór á heimavelli 85-78 en tölfræði barst ekki úr þeim leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira