Meira en milljarður dala í lagfæringar á X-Box 360 Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 7. júlí 2007 17:22 Vandræði Microsoft tengd X-Box 360 leikjatölvunni eru hvergi nærri á enda en nú segist fyrirtækið þurfa að eyða minnst einum milljarði bandaríkjadala í að lagfæra alvarlega galla í vélbúnaði tölvunnar. Þá var sala á vélinni langt undir væntingum á síðasta fjárhagstímabili. Microsoft hefur ekki viljað tjá sig um í hverju gallarnir eru fólgnir umfram það að segja að þeir hafi valdið hrinu af bilunum í vélbúnaði á undanförnum mánuðum. Þeir sögðu þó á þriðjudaginn að þeir myndu lengja ábyrgðartíma vélanna í þrjú ár. Bilanirnar, og tilheyrandi neikvæð umfjöllun gætu gert fyrirtækinu erfitt fyrir að fóta sig á leikjatölvumarkaðnum þar sem mikil samkeppni ríkir. Í maí síðastliðnum var vélin í öðru sæti yfir mest seldur leikjatölvurnar, á eftir Wii tölvu Nintento en á undan Playstation 3 frá Sony. Að sögn Robbie Bach, yfirmanns skemmtanadeildar fyrirtækisins, sagði að það hefði gert breytingar á framleiðslu vélarinnar sem ættu að skila sér í minni bilanatíðni. Sérfræðingar reikna með að deildin hafi tapað meira en sex milljörðum dala frá árinu 2002. Leikjavísir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Vandræði Microsoft tengd X-Box 360 leikjatölvunni eru hvergi nærri á enda en nú segist fyrirtækið þurfa að eyða minnst einum milljarði bandaríkjadala í að lagfæra alvarlega galla í vélbúnaði tölvunnar. Þá var sala á vélinni langt undir væntingum á síðasta fjárhagstímabili. Microsoft hefur ekki viljað tjá sig um í hverju gallarnir eru fólgnir umfram það að segja að þeir hafi valdið hrinu af bilunum í vélbúnaði á undanförnum mánuðum. Þeir sögðu þó á þriðjudaginn að þeir myndu lengja ábyrgðartíma vélanna í þrjú ár. Bilanirnar, og tilheyrandi neikvæð umfjöllun gætu gert fyrirtækinu erfitt fyrir að fóta sig á leikjatölvumarkaðnum þar sem mikil samkeppni ríkir. Í maí síðastliðnum var vélin í öðru sæti yfir mest seldur leikjatölvurnar, á eftir Wii tölvu Nintento en á undan Playstation 3 frá Sony. Að sögn Robbie Bach, yfirmanns skemmtanadeildar fyrirtækisins, sagði að það hefði gert breytingar á framleiðslu vélarinnar sem ættu að skila sér í minni bilanatíðni. Sérfræðingar reikna með að deildin hafi tapað meira en sex milljörðum dala frá árinu 2002.
Leikjavísir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira