Reykingabann í Hollandi Oddur S. Báruson skrifar 8. júní 2007 23:14 Getty/Jasper Juinen Fyrirséð er að reykingabann á veitingastöðum sem tekur gildi í Hollandi í júlí muni reynst flóknara í framkvæmd þar en annars staðar. Neysla kannabisefna er lögleg í landinu og kaffihús mega selja slík efni. Fjölmörg kaffihús í landinu er helguð kannabisefnum. „Það sama mun ganga yfir þessi kaffihús og önnur. Þau verða reyklaus", sagði Jan Peter Balkenende forsætisráðherra Hollands. Það má því gera ráð fyrir að kaffihúsa-landslagið í Hollandi muni breytast hressilega eftir að bannið tekur gildi. Þar líkt og hér á landi mega veitingahúsaeigendur þó skjóta skjólshúsi yfir reykingamenn sína með tjöldum fyrir utan staðina. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið
Fyrirséð er að reykingabann á veitingastöðum sem tekur gildi í Hollandi í júlí muni reynst flóknara í framkvæmd þar en annars staðar. Neysla kannabisefna er lögleg í landinu og kaffihús mega selja slík efni. Fjölmörg kaffihús í landinu er helguð kannabisefnum. „Það sama mun ganga yfir þessi kaffihús og önnur. Þau verða reyklaus", sagði Jan Peter Balkenende forsætisráðherra Hollands. Það má því gera ráð fyrir að kaffihúsa-landslagið í Hollandi muni breytast hressilega eftir að bannið tekur gildi. Þar líkt og hér á landi mega veitingahúsaeigendur þó skjóta skjólshúsi yfir reykingamenn sína með tjöldum fyrir utan staðina.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið