Kosningarnar í hnotskurn, flokkarnir nota tónlistina, mislukkuð sameining 3. maí 2007 16:52 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra rifjar upp gamla takta úr hljómsveitinni Upplyftingu í baráttulagi Framsóknar sem finna má á vef flokksins. Magnús hefur engu gleymt þegar hann syngur lagið Árangur áfram, ekkert stopp með barnakór, hljómar pínulítið eins og hann sé frá Norður-Kóreu, eða kannski er þetta bara ungi framsóknarmaðurinn? Lagið má heyra með því að smella hér, fara í gluggann á síðunni og fletta niður á Árangur áfram. Annað lag fer sem eldur í sinu um netið. Það er söngur Samfylkingarinnar, saminn af Róberti Marshall, Guðmundi Steingrímssyni og Simon & Garfunkel, fluttur af Róberti og Guðmundi. Viðlagið gengur út á að þeir tilheyri eina stjórnmálaflokki á Íslandi sem tali af skynsemi um pólitík. Þetta lag má heyra með því að smella hér. Spurning hvort þurfi aftur að taka fram á-in þrjú? Ég verð samt að viðurkenna að ég er strax kominn með framsóknarlagið á heilann. Svo bíðum við í ofvæni eftir lögum frá hinum flokkunum. --- --- --- Kosningarnar í hnotskurn: Sjálfstæðisflokkur þarf ekki að segja neitt. Framsókn getur ekki sagt neitt. Vinstri græn þora ekki að segja neitt. Frjálslyndir segja eitthvað en það tekur enginn mark á þeim. Samfylkingunni dettur ekkert í hug að segja. --- --- ---Þorvaldur Gylfason skrifar snjalla grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann segir að sameining stjórnmálaflokka hafi mistekist. Nei, hann á ekki við sameiningu vinstri flokkanna, heldur hefur Þorvaldur miklu lengra sjónarhorn á stjórnmálasöguna. Hann er að tala um sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins árið 1929 þegar stofnaður var Sjálfstæðisflokkurinn. Þorvaldur er þeirrar skoðunar að þá hafi frjálslynd öfl verið kveðin í kútinn á Íslandi en Íhaldsmenn fengið að ráða. Þetta er athyglisverð söguskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra rifjar upp gamla takta úr hljómsveitinni Upplyftingu í baráttulagi Framsóknar sem finna má á vef flokksins. Magnús hefur engu gleymt þegar hann syngur lagið Árangur áfram, ekkert stopp með barnakór, hljómar pínulítið eins og hann sé frá Norður-Kóreu, eða kannski er þetta bara ungi framsóknarmaðurinn? Lagið má heyra með því að smella hér, fara í gluggann á síðunni og fletta niður á Árangur áfram. Annað lag fer sem eldur í sinu um netið. Það er söngur Samfylkingarinnar, saminn af Róberti Marshall, Guðmundi Steingrímssyni og Simon & Garfunkel, fluttur af Róberti og Guðmundi. Viðlagið gengur út á að þeir tilheyri eina stjórnmálaflokki á Íslandi sem tali af skynsemi um pólitík. Þetta lag má heyra með því að smella hér. Spurning hvort þurfi aftur að taka fram á-in þrjú? Ég verð samt að viðurkenna að ég er strax kominn með framsóknarlagið á heilann. Svo bíðum við í ofvæni eftir lögum frá hinum flokkunum. --- --- --- Kosningarnar í hnotskurn: Sjálfstæðisflokkur þarf ekki að segja neitt. Framsókn getur ekki sagt neitt. Vinstri græn þora ekki að segja neitt. Frjálslyndir segja eitthvað en það tekur enginn mark á þeim. Samfylkingunni dettur ekkert í hug að segja. --- --- ---Þorvaldur Gylfason skrifar snjalla grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann segir að sameining stjórnmálaflokka hafi mistekist. Nei, hann á ekki við sameiningu vinstri flokkanna, heldur hefur Þorvaldur miklu lengra sjónarhorn á stjórnmálasöguna. Hann er að tala um sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins árið 1929 þegar stofnaður var Sjálfstæðisflokkurinn. Þorvaldur er þeirrar skoðunar að þá hafi frjálslynd öfl verið kveðin í kútinn á Íslandi en Íhaldsmenn fengið að ráða. Þetta er athyglisverð söguskoðun.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun