PS3 kemur til Evrópu 23. mars 25. janúar 2007 09:00 Hamingjusamur kaupandi með nýju leikjatölvuna þegar hún kom á markað í Japan í nóvember í fyrra. Mynd/AP Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu. Ástæðan fyrir því að tölvan kemur á markað í Evrópu mun síðar en í Bandaríkjunum og í Japan er sú að Sony átti í vandræðum með framleiðslu á Blu-ray diskadrifi tölvunnar, sem á að samræmast stöðlum Evrópusambandsins. Leikjatölvuunnendur í Evrópu sem ekki gátu setið á sér brugðust við með ýmsum hætti, meðal annars með því að láta senda sér tölvuna. Evrópusambandið brást illa við og hótaði aðgerðum til að hindra innflutninginn auk þess sem Sony sendi frá sér tilkynningu þess efnis að leikjatölvurnar sem komi á markað í Evrópu í mars muni ekki geta spilað leiki sem seldir eru í Bandaríkjunum og Japan. Sömu sögu var að segja af leikjunum. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir verðið á leikjatölvunni verða um 599 evrur, jafnvirði 53.500 íslenskra króna. Um ein milljón leikjatölva verður í fyrstu sendingunni frá Sony þegar markaðssetningin hefst í mars. Gert er ráð fyrir því að um fjórðungur tölvanna fari á markað í Bretlandi. Þá koma 30 leikir fyrir tölvuna á markað í Evrópu á sama tíma. Í dýrari gerð leikjatölvunnar er 60 GB harður diskur og þráðlaus tenging en í ódýrari gerðinni er harði diskurinn 20 GB og snúrur. Báðar gerðir eru hins vegar með þráðlausri fjarstýringu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu. Ástæðan fyrir því að tölvan kemur á markað í Evrópu mun síðar en í Bandaríkjunum og í Japan er sú að Sony átti í vandræðum með framleiðslu á Blu-ray diskadrifi tölvunnar, sem á að samræmast stöðlum Evrópusambandsins. Leikjatölvuunnendur í Evrópu sem ekki gátu setið á sér brugðust við með ýmsum hætti, meðal annars með því að láta senda sér tölvuna. Evrópusambandið brást illa við og hótaði aðgerðum til að hindra innflutninginn auk þess sem Sony sendi frá sér tilkynningu þess efnis að leikjatölvurnar sem komi á markað í Evrópu í mars muni ekki geta spilað leiki sem seldir eru í Bandaríkjunum og Japan. Sömu sögu var að segja af leikjunum. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir verðið á leikjatölvunni verða um 599 evrur, jafnvirði 53.500 íslenskra króna. Um ein milljón leikjatölva verður í fyrstu sendingunni frá Sony þegar markaðssetningin hefst í mars. Gert er ráð fyrir því að um fjórðungur tölvanna fari á markað í Bretlandi. Þá koma 30 leikir fyrir tölvuna á markað í Evrópu á sama tíma. Í dýrari gerð leikjatölvunnar er 60 GB harður diskur og þráðlaus tenging en í ódýrari gerðinni er harði diskurinn 20 GB og snúrur. Báðar gerðir eru hins vegar með þráðlausri fjarstýringu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira