Safarík dagskrá 5. október 2007 00:01 Það má gera því skóna að nokkrir hafi lagt frá sér ókláraða ábætisskál þegar Eva María Jónsdóttir spjallaði við Hrafnkel Sigurðsson í Kastljósviðtali á sunnudag. Lystarleysið má líklega tímasetja við augnablikið þar sem Hrafnkell lýsti „hugljómun" sinni á tíunda áratugnum. Hana fangaði hann í vídeóverki þar sem hann reisti sig upp á herðablöðunum og pissaði upp í sig. Ég veit ekki með aðra en í mér tókust á klígjutilfinning og hins vegar aðdáun á hvað Hrafnkell væri liðugur og hefði gott mið. En almennt virðist hlandsopinn hafa fallið í grýttan jarðveg, þó ekki væri nema fyrir tímasetninguna. Þrátt fyrir fussið sem Evu og Hrafnkatli tókst að framkalla dró RÚV þó hvergi af, heldur bætti í ef eitthvað var. Kvöldið eftir var á dagskrá breski fræðsluþátturinn Matur er mannsins megin, úr smiðju breska ríkissjónvarpsins BBC, þar sem fjallað er um áhrif matar á mannslíkamann. Í þessum þætti var tekin fyrir spurning sem hugsuðir hafa brotið heilann yfir um aldir alda: hvaða áhrif hefur matur á sæðisbragð? Eins og sönnum vísindamönnum sæmir réðust þáttagerðarmennirnir í empírískar samanburðarrannsóknir. Til að komast að niðurstöðu voru nokkrir karlar settir á strangan matarkúr í tiltekinn tíma. Í kjölfarið voru spúsur þeirra fengnar til að bragða á sæði þeirra og meta hvort mataræðið hefði skilað sér í glundrið. Af tillitssemi við áhorfendur sjálfsagt voru konurnar ekki látnar teyga lífsvökvann úr upprunalegum ílátum, heldur var hanastélið framreitt í glærum plastdollum. Niðurstaðan var sú, bragðefnaframleiðendum sjálfsagt til sárrar armæðu, að í mesta lagi mátti kannski greina smá ávaxtakeim af einstaka sýnishornum. Sama hvað menn átu hafði það lítil bætandi eða skemmandi áhrif - á heildina smakkaðist sæðið ennþá eins og sæði. Jú, það er vissulega skiljanlegt að menn yggli brúnum yfir þessum nýtilkomnu vessaáherslum þeirra uppi í Efstaleiti. Ég held hins vegar að það sé til marks um skammsýni. Með opnum huga hef ég þannig dregið að minnsta kosti tvennan lærdóm af dagskrá RÚV í vikunni. Í fyrsta lagi sýndi Hrafnkell, sjálfsagt óafvitandi, fram á hagnýta lausn á hinum alræmda miðbæjarvanda; nokkrir jógatímar og það verður hægur vandi að sleppa við lögreglusekt þegar manni verður mál í Bankastræti. Í öðru lagi get ég óhræddur staðfest borðpöntunina á Austur-Indíafélaginu á laugardagskvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Það má gera því skóna að nokkrir hafi lagt frá sér ókláraða ábætisskál þegar Eva María Jónsdóttir spjallaði við Hrafnkel Sigurðsson í Kastljósviðtali á sunnudag. Lystarleysið má líklega tímasetja við augnablikið þar sem Hrafnkell lýsti „hugljómun" sinni á tíunda áratugnum. Hana fangaði hann í vídeóverki þar sem hann reisti sig upp á herðablöðunum og pissaði upp í sig. Ég veit ekki með aðra en í mér tókust á klígjutilfinning og hins vegar aðdáun á hvað Hrafnkell væri liðugur og hefði gott mið. En almennt virðist hlandsopinn hafa fallið í grýttan jarðveg, þó ekki væri nema fyrir tímasetninguna. Þrátt fyrir fussið sem Evu og Hrafnkatli tókst að framkalla dró RÚV þó hvergi af, heldur bætti í ef eitthvað var. Kvöldið eftir var á dagskrá breski fræðsluþátturinn Matur er mannsins megin, úr smiðju breska ríkissjónvarpsins BBC, þar sem fjallað er um áhrif matar á mannslíkamann. Í þessum þætti var tekin fyrir spurning sem hugsuðir hafa brotið heilann yfir um aldir alda: hvaða áhrif hefur matur á sæðisbragð? Eins og sönnum vísindamönnum sæmir réðust þáttagerðarmennirnir í empírískar samanburðarrannsóknir. Til að komast að niðurstöðu voru nokkrir karlar settir á strangan matarkúr í tiltekinn tíma. Í kjölfarið voru spúsur þeirra fengnar til að bragða á sæði þeirra og meta hvort mataræðið hefði skilað sér í glundrið. Af tillitssemi við áhorfendur sjálfsagt voru konurnar ekki látnar teyga lífsvökvann úr upprunalegum ílátum, heldur var hanastélið framreitt í glærum plastdollum. Niðurstaðan var sú, bragðefnaframleiðendum sjálfsagt til sárrar armæðu, að í mesta lagi mátti kannski greina smá ávaxtakeim af einstaka sýnishornum. Sama hvað menn átu hafði það lítil bætandi eða skemmandi áhrif - á heildina smakkaðist sæðið ennþá eins og sæði. Jú, það er vissulega skiljanlegt að menn yggli brúnum yfir þessum nýtilkomnu vessaáherslum þeirra uppi í Efstaleiti. Ég held hins vegar að það sé til marks um skammsýni. Með opnum huga hef ég þannig dregið að minnsta kosti tvennan lærdóm af dagskrá RÚV í vikunni. Í fyrsta lagi sýndi Hrafnkell, sjálfsagt óafvitandi, fram á hagnýta lausn á hinum alræmda miðbæjarvanda; nokkrir jógatímar og það verður hægur vandi að sleppa við lögreglusekt þegar manni verður mál í Bankastræti. Í öðru lagi get ég óhræddur staðfest borðpöntunina á Austur-Indíafélaginu á laugardagskvöld.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun