Ekvilíbríum - Valgeir Sigurðsson Trausti Júlíusson skrifar 7. september 2007 03:00 Ekvilíbríum - Valgeir Sigurðsson Valgeir Sigurðsson er þekktastur fyrir vinnu sína sem upptökumaður og upptökustjóri. Hann hefur mikið unnið með Björk, en líka Bonnie Prince Billy, CocoRosie, múm, Sigur Rós, Slowblow, Seabear, Maps og mörgum fleiri. Áður en Valgeir sneri sér að mestu að upptökuvinnu í hljóðverinu sínu, Gróðurhúsinu, var hann meðlimur í nokkrum hljómsveitum, þar á meðal Unun og þeirri ágætu sveit Birthmark. Það eru tíu lög á Ekvilíbríum. Meirihluti þeirra er án söngs, en Bonnie Prince Billy syngur tvö, Dawn McCarthy eitt og J. Walker eitt. Margir hljóðfæraleikarar koma við sögu, þ.á m. Nico Muhly, Una Sveinbjarnardóttir, Hildur Guðnadóttir, Samuli Kosminen og Óskar Guðjónsson. Orðið Ekvilíbríum merkir jafnvægi og það hæfir plötunni vel – tónlistin er í rólegum, seiðandi og umleikandi stíl. Grunnkrafan sem maður gerir til sólóplötu með upptökustjóra umfram aðrar plötur er að hljómurinn sé flottur og hljóðheimurinn spennandi. Og Valgeir veldur ekki vonbrigðum. Hljómurinn er brakandi ferskur og hljóðheimurinn bæði fallegur og óvenjulegur. Tónlistin er samtal hins nýja og þess gamla. Hún er forrituð að hluta, en hefðbundin hljóðfæri; strengir, gítarar, hljómborð, mandólín, saxófónn og trommur, eru líka áberandi. Lögin eru nokkuð fjölbreytt. Skröltandi taktur einkennir upphafslagið, A Symmetry, en í lokalaginu, Lungs for Merrilee, er enginn taktur, bara hægt stígandi hljóðveggur sem nuddar þægilega á manni hlustirnar. Bæði þessi lög eru á meðal bestu laga plötunnar, en Winter Sleep sem Faun Fables-söngkonan Dawn McCarthy syngur og Bonnie Prince Billy-lögin, Evolution of Waters og Kin, eru líka mjög flott. Ekvilíbríum á margt sameiginlegt með tónlist sumra þeirra listamanna sem Valgeir hefur unnið með, t.d. Björk og múm. Platan hefur samt alveg sinn karakter og hefur mjög sterkan heildarsvip. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Valgeirs Sigurðssonar vel heppnuð og sannfærandi. Veisla fyrir hlustirnar sem allir áhugamenn um framsækna og metnaðarfulla popptónlist ættu að kynna sér. Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Valgeir Sigurðsson er þekktastur fyrir vinnu sína sem upptökumaður og upptökustjóri. Hann hefur mikið unnið með Björk, en líka Bonnie Prince Billy, CocoRosie, múm, Sigur Rós, Slowblow, Seabear, Maps og mörgum fleiri. Áður en Valgeir sneri sér að mestu að upptökuvinnu í hljóðverinu sínu, Gróðurhúsinu, var hann meðlimur í nokkrum hljómsveitum, þar á meðal Unun og þeirri ágætu sveit Birthmark. Það eru tíu lög á Ekvilíbríum. Meirihluti þeirra er án söngs, en Bonnie Prince Billy syngur tvö, Dawn McCarthy eitt og J. Walker eitt. Margir hljóðfæraleikarar koma við sögu, þ.á m. Nico Muhly, Una Sveinbjarnardóttir, Hildur Guðnadóttir, Samuli Kosminen og Óskar Guðjónsson. Orðið Ekvilíbríum merkir jafnvægi og það hæfir plötunni vel – tónlistin er í rólegum, seiðandi og umleikandi stíl. Grunnkrafan sem maður gerir til sólóplötu með upptökustjóra umfram aðrar plötur er að hljómurinn sé flottur og hljóðheimurinn spennandi. Og Valgeir veldur ekki vonbrigðum. Hljómurinn er brakandi ferskur og hljóðheimurinn bæði fallegur og óvenjulegur. Tónlistin er samtal hins nýja og þess gamla. Hún er forrituð að hluta, en hefðbundin hljóðfæri; strengir, gítarar, hljómborð, mandólín, saxófónn og trommur, eru líka áberandi. Lögin eru nokkuð fjölbreytt. Skröltandi taktur einkennir upphafslagið, A Symmetry, en í lokalaginu, Lungs for Merrilee, er enginn taktur, bara hægt stígandi hljóðveggur sem nuddar þægilega á manni hlustirnar. Bæði þessi lög eru á meðal bestu laga plötunnar, en Winter Sleep sem Faun Fables-söngkonan Dawn McCarthy syngur og Bonnie Prince Billy-lögin, Evolution of Waters og Kin, eru líka mjög flott. Ekvilíbríum á margt sameiginlegt með tónlist sumra þeirra listamanna sem Valgeir hefur unnið með, t.d. Björk og múm. Platan hefur samt alveg sinn karakter og hefur mjög sterkan heildarsvip. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Valgeirs Sigurðssonar vel heppnuð og sannfærandi. Veisla fyrir hlustirnar sem allir áhugamenn um framsækna og metnaðarfulla popptónlist ættu að kynna sér.
Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira