Snert viðkvæma taug 8. ágúst 2007 00:01 Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Eins og stemningin er núna er ólíklegt að krónan verði aftur eins sterk og hún var fyrir nokkrum vikum þegar ég lá í sólinni við Spaníustrendur. Það voru allir að kveina yfir því hversu sterk hún væri orðin eins og sást bersýnilega í sjónvarpinu og blöðunum þar sem annar hver útflytjandi fékk að gráta. Ég er ekki frá því að þessi grátkór hafi snert viðkvæma taug en sem sannur fjárfestir reyni ég sem minnst að móta fjárfestingar mínar út frá tilfinningum. Svo féll hún auðvitað hratt eins og gerist alltaf í okkar litla landi. Já, ég gat farið með bros á vör inn í verslunarmannahelgina vitandi það að erlendar eignir mínar voru á uppleið. Það kom svo sem ekki á óvart að snillingarnir í Danske Bank kæmu svo fram á sjónarsviðið nú þegar krónan og íslensku bankarnir fóru að gefa eftir. Þar helgar tilgangurinn meðalið, bankinn að reyna að réttlæta dapra fjárfestingaráðgjöf til viðskiptavina. Þá sé ég ekki hlutabréfamarkaðinn fyrir mér nærri hæstu hæðum í bráð, enda ættu allflestir að vera sáttir við þá ávöxtun sem hefur boðist. Þar með er ekki sagt að öll tækifærin séu fyrir bí á Íslandi. Ég er spenntur fyrir litlu fjármálafyrirtækjunum, hvort sem það eru sparisjóðir eða smærri fjárfestingarbankar, og tel að mikill skriður verði á þeim. SPRON gefur þar tóninn með skráningu í Kauphöllina í haust. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Eins og stemningin er núna er ólíklegt að krónan verði aftur eins sterk og hún var fyrir nokkrum vikum þegar ég lá í sólinni við Spaníustrendur. Það voru allir að kveina yfir því hversu sterk hún væri orðin eins og sást bersýnilega í sjónvarpinu og blöðunum þar sem annar hver útflytjandi fékk að gráta. Ég er ekki frá því að þessi grátkór hafi snert viðkvæma taug en sem sannur fjárfestir reyni ég sem minnst að móta fjárfestingar mínar út frá tilfinningum. Svo féll hún auðvitað hratt eins og gerist alltaf í okkar litla landi. Já, ég gat farið með bros á vör inn í verslunarmannahelgina vitandi það að erlendar eignir mínar voru á uppleið. Það kom svo sem ekki á óvart að snillingarnir í Danske Bank kæmu svo fram á sjónarsviðið nú þegar krónan og íslensku bankarnir fóru að gefa eftir. Þar helgar tilgangurinn meðalið, bankinn að reyna að réttlæta dapra fjárfestingaráðgjöf til viðskiptavina. Þá sé ég ekki hlutabréfamarkaðinn fyrir mér nærri hæstu hæðum í bráð, enda ættu allflestir að vera sáttir við þá ávöxtun sem hefur boðist. Þar með er ekki sagt að öll tækifærin séu fyrir bí á Íslandi. Ég er spenntur fyrir litlu fjármálafyrirtækjunum, hvort sem það eru sparisjóðir eða smærri fjárfestingarbankar, og tel að mikill skriður verði á þeim. SPRON gefur þar tóninn með skráningu í Kauphöllina í haust. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira