Góð stemning á G! í Færeyjum 26. júlí 2007 00:30 G! fer fram í Götu sem er heimabær Eivarar Pálsdóttur en hún spilar alltaf á hátíðinni. Hér sést yfir ströndina þar sem tónleikar hennar fóru fram. Hin stórfenglega tónlistarhátíð G! festival fór fram í hinum þúsund manna bæ Götu í Færeyjum um síðustu helgi. Steinþór Helgi Arnsteinsson var á staðnum og skemmti sér konunglega ásamt um fimmtungi færeysku þjóðarinnar. Flottir Dr. Spock tryllti færeyska lýðinn eins og við var að búast og setti punktinn yfir i-ið á seinasta kvöldi hátíðarinnar.G! tónlistarhátíðin hefur undanfarið ár alltaf verið að vekja meiri og meiri athygli hérlendis. Kannski ekki skrítið þar sem hátíðin er hinn fullkomni meðalvegur milli verslunarmannahelgarinnar og Hróarskeldu; partí og gott stuð í bland við góða tónlist og unaðslegt umhverfi. Án efa ein af skemmtilegustu tónlistarhátíðum sem ég hef heimsótt.Töfrandi Sjarmatröllið Pétur Ben spilaði ásamt Sigtryggi Baldurssyni og Óttari Sæmundsen í sólskininu í Götu en það kemur ekki oft fyrir að Pétur spili með heilli sveit erlendis. Fréttablaðið/steinþór helgiÞrjár íslenskar sveitir spiluðu á hátíðinni að þessu sinni en þær hafa iðulega verið fastagestir. Ultra Mega Technobandið Stefán spilaði á hátíðinni undir merkjum Iceland Airwaves en í staðin mun færeyska sveitin Boys in a Band spila fyrir hönd G! á Airwaves í október. Auk UMTBS spiluðu Pétur Ben og Dr. Spock einnig á hátíðinni og var magnað að fylgjast með áhorfendum sem oft sungu hátt og snjallt með.Í ljósaskiptunum Hljómsveitin Guillemots frá Bretlandi var eitt stærsta nafnið á G! í ár. Hljómsveitin spilaði fyrir um átta þúsund manns á ströndinni í Götu rétt eftir sólsetur á laugardagskvöldinu og stóð sig feykilega vel.. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hin stórfenglega tónlistarhátíð G! festival fór fram í hinum þúsund manna bæ Götu í Færeyjum um síðustu helgi. Steinþór Helgi Arnsteinsson var á staðnum og skemmti sér konunglega ásamt um fimmtungi færeysku þjóðarinnar. Flottir Dr. Spock tryllti færeyska lýðinn eins og við var að búast og setti punktinn yfir i-ið á seinasta kvöldi hátíðarinnar.G! tónlistarhátíðin hefur undanfarið ár alltaf verið að vekja meiri og meiri athygli hérlendis. Kannski ekki skrítið þar sem hátíðin er hinn fullkomni meðalvegur milli verslunarmannahelgarinnar og Hróarskeldu; partí og gott stuð í bland við góða tónlist og unaðslegt umhverfi. Án efa ein af skemmtilegustu tónlistarhátíðum sem ég hef heimsótt.Töfrandi Sjarmatröllið Pétur Ben spilaði ásamt Sigtryggi Baldurssyni og Óttari Sæmundsen í sólskininu í Götu en það kemur ekki oft fyrir að Pétur spili með heilli sveit erlendis. Fréttablaðið/steinþór helgiÞrjár íslenskar sveitir spiluðu á hátíðinni að þessu sinni en þær hafa iðulega verið fastagestir. Ultra Mega Technobandið Stefán spilaði á hátíðinni undir merkjum Iceland Airwaves en í staðin mun færeyska sveitin Boys in a Band spila fyrir hönd G! á Airwaves í október. Auk UMTBS spiluðu Pétur Ben og Dr. Spock einnig á hátíðinni og var magnað að fylgjast með áhorfendum sem oft sungu hátt og snjallt með.Í ljósaskiptunum Hljómsveitin Guillemots frá Bretlandi var eitt stærsta nafnið á G! í ár. Hljómsveitin spilaði fyrir um átta þúsund manns á ströndinni í Götu rétt eftir sólsetur á laugardagskvöldinu og stóð sig feykilega vel..
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira