Frækinn sigur á Frökkum 17. júní 2007 06:45 fréttablaðið/daníel Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Stelpurnar virtust ögn stressaðar í upphafi leiks og voru full fljótar að sparka boltanum fram undir lítilli pressu. Frakkar spiluðu mjög vel saman en gekk illa að komast í góð marktækifæri. Þess í stað freistuðu þær þess að skjóta af löngum færum sem trufluðu Þóru B. Helgadóttur lítið í markinu. Stelpurnar okkar seldu sig illa á tíðum en það kom sem betur fer ekki að sök. Stelpurnar voru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér. Þrátt fyrir skotveislu Frakka var lítil hætta á ferðum og Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir sköpuðu oft usla í vörn gestanna, án þess þó að skapa dauðafæri. Þrátt fyrir að fá pláss til að athafna sig var vörn Íslands svo þétt og vel skipulögð að ein besta þjóð heims var ekki líkleg til að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þá varði Þóra meistaralega í þrígang og hélt liðinu inn í leiknum. Auk þess fóru Frakkar illa að ráði sínu í tveimur dauðafærum. Margrét og Ásthildur voru allt í öllu í sóknarleik Íslands. Þær fundu sig mjög vel saman en eins og við mátti búast fékk Ísland ekki mörg færi í leiknum. Í einu af fáum skoraði Margrét Lára með skalla sem lak inn af markverði Frakka eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Þrátt fyrir þunga pressu stóran hluta leiksins fundu þær frönsku ekki leið framhjá íslensku stelpunum sem börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær knúðu fram ótrúleg úrslit og halda svo sannarlega uppi heiðri A-landsliða Íslands. Stelpurnar sýndu fádæma baráttu undir dyggri stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og eiga hrós skilið. Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Stelpurnar virtust ögn stressaðar í upphafi leiks og voru full fljótar að sparka boltanum fram undir lítilli pressu. Frakkar spiluðu mjög vel saman en gekk illa að komast í góð marktækifæri. Þess í stað freistuðu þær þess að skjóta af löngum færum sem trufluðu Þóru B. Helgadóttur lítið í markinu. Stelpurnar okkar seldu sig illa á tíðum en það kom sem betur fer ekki að sök. Stelpurnar voru mjög ákveðnar í fyrri hálfleik og létu finna fyrir sér. Þrátt fyrir skotveislu Frakka var lítil hætta á ferðum og Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir sköpuðu oft usla í vörn gestanna, án þess þó að skapa dauðafæri. Þrátt fyrir að fá pláss til að athafna sig var vörn Íslands svo þétt og vel skipulögð að ein besta þjóð heims var ekki líkleg til að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þá varði Þóra meistaralega í þrígang og hélt liðinu inn í leiknum. Auk þess fóru Frakkar illa að ráði sínu í tveimur dauðafærum. Margrét og Ásthildur voru allt í öllu í sóknarleik Íslands. Þær fundu sig mjög vel saman en eins og við mátti búast fékk Ísland ekki mörg færi í leiknum. Í einu af fáum skoraði Margrét Lára með skalla sem lak inn af markverði Frakka eftir sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur. Þrátt fyrir þunga pressu stóran hluta leiksins fundu þær frönsku ekki leið framhjá íslensku stelpunum sem börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Þær knúðu fram ótrúleg úrslit og halda svo sannarlega uppi heiðri A-landsliða Íslands. Stelpurnar sýndu fádæma baráttu undir dyggri stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og eiga hrós skilið.
Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira