Lífskraftur unglinga 13. júní 2007 04:45 Arnar Grant og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir halda áfram með námskeiðið Lífskraftur í sumar. Í gær hófst námskeiðið Lífskraftur þriðja sumarið í röð en það eru hin kraftmiklu Arnar Grant og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sem standa að námskeiðinu. „Við bætum einhverju við í hvert skipti og erum einmitt búin að setja upp heimasíðu núna, lifskraftar.is. Þar erum við búin að setja inn fjölda mynda frá fyrri námskeiðum auk upplýsinga um námskeiðahaldið og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku,“ segir Arnar og bætir því við að námskeiðin standi í tvær vikur í senn, alla virka daga. „Krakkarnir mæta alltaf í anddyri Lauga og síðan förum við í alls konar leiki og æfingar en námskeiðið byggist upp á heilsusamlegum lífsstíl sem leiðir til hreysti og vellíðunar,“ segir Arnar og bætir við: „Unglingarnir kynnast réttri og skemmtilegri hreyfingu, hollu mataræði og læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.“ Allir krakkar sem voru að ljúka 6. 7. og 8. bekk eru velkomnir á námskeiðin sem hafa mælst vel fyrir undanfarin tvö ár. „Það er mikil útivist á námskeiðunum. Við förum í fjallgöngu, hjólaferð, golf, reiðtúr, sund, fótbolta og margt fleira sem tengist hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl,“ segir Arnar og bætir því við að í lok hvers námskeiðs séu krakkarnir verðlaunaðir sem hafa stundað námskeiðið af fullum krafti og áhuga. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið
Í gær hófst námskeiðið Lífskraftur þriðja sumarið í röð en það eru hin kraftmiklu Arnar Grant og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sem standa að námskeiðinu. „Við bætum einhverju við í hvert skipti og erum einmitt búin að setja upp heimasíðu núna, lifskraftar.is. Þar erum við búin að setja inn fjölda mynda frá fyrri námskeiðum auk upplýsinga um námskeiðahaldið og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku,“ segir Arnar og bætir því við að námskeiðin standi í tvær vikur í senn, alla virka daga. „Krakkarnir mæta alltaf í anddyri Lauga og síðan förum við í alls konar leiki og æfingar en námskeiðið byggist upp á heilsusamlegum lífsstíl sem leiðir til hreysti og vellíðunar,“ segir Arnar og bætir við: „Unglingarnir kynnast réttri og skemmtilegri hreyfingu, hollu mataræði og læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.“ Allir krakkar sem voru að ljúka 6. 7. og 8. bekk eru velkomnir á námskeiðin sem hafa mælst vel fyrir undanfarin tvö ár. „Það er mikil útivist á námskeiðunum. Við förum í fjallgöngu, hjólaferð, golf, reiðtúr, sund, fótbolta og margt fleira sem tengist hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl,“ segir Arnar og bætir því við að í lok hvers námskeiðs séu krakkarnir verðlaunaðir sem hafa stundað námskeiðið af fullum krafti og áhuga.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið