Sæt er lykt... 18. maí 2007 06:00 Ein hressilegasta viðbótin við þingheim er klárlega framsóknarmaðurinn og orðhákurinn Bjarni Harðarson. Daginn eftir kosningar mætti þessi „óforbetranlegi fornaldardýrkandi", eins og Bjarni lýsir sér, í myndver hjá Agli Helgasyni. Víma kosninganæturinnar var varla runninn af þingmanninum nýbakaða; hann talaði enn eins og óbreyttur kjaftaskur, lét vaða á súðum og gekk meðal annars fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, sem sá ástæðu til að biðja hann að gá að sér. Á mánudag dúkkaði Bjarni aftur upp í fjölmiðlum, öllu stilltari en daginn áður, og ekki ólíklegt að þar til bærir menn innan Framsóknar hafi góðfúslega beðið hann um að halda sig á mottunni. En tjáningarþörfin finnur sér ávallt glufur til að seytla um. Því hefur jafnvel verið haldið fram að listir séu jafnan dýpri og merkingarþrungnari í ríkjum þar sem tjáningarfrelsinu eru skorður settar; þá fyrst reyni á sköpunargáfuna. Bjarni unir múlnum illa en virðist hafa fundið gagnrýni sinni á flokkssystkin sín og ríkisstjórnina farveg á bloggsíðu sinni, dulbúinni í meitluðu myndmáli eins og færsla frá því á þriðjudag sýnir. Gefum Bjarna orðið: „Toppurinn var svo á sunnudagskvöldinu að moka úr lífræna haugnum sem hefur núna beðið ósnertur í nokkur ár. Reyndar ekkert nýtt að hann fái að malla lengi hér á bæ en það er hreint með ólíkindum hvað verður úr öllu lífrænu sorpi heimilisins þegar hann fær að gerjast vel og lengi í safntunnu í garðhorninu." Kröftugra líkingamál minnist undirritaður ekki að hafa lesið lengi enda fangar það ríkisstjórnarsamstarfið svo fullkomlega. En bíðið, það er meira: „Sæt er lykt úr sjálfs rassi segir í gömlum íslenskum málshætti," skrifar fornaldardýrkandinn. „En þetta vorkvöld öðlaðist þessi orðskviður nýja merkingu fyrir mér þegar mér var hugsað til þess að ef þetta hefði verið lífrænn eldhúshaugur frá einhverjum öðrum hefði ég jafnvel viljað hafa hanska en þar sem þetta voru okkar eigin matarafgangar gekk lyktin hreint ekkert fram af mér." Eftir. lestur þessa prósa stóð ég gapandi. Þetta er svo satt. Trúi einhver ennþá klisjunni um dauða ljóðsins skal sá sami lesa bloggsíðu Bjarna og snúast hugur samstundis. Eins og Tungnamaðurinn hagyrti veit er hins vegar lítið gagn af daunillum úrgangi áður en hann breytist í frjósaman áburð. Fyrst þarf hann að brotna niður. Og það er ástæðulaust að halda skarnhaugnum að landsmönnum meðan níutíu prósent þeirra deila ekki rassi með Framsóknarflokknum og nótum hans. Því gettu hvað, Bjarni: Okkur þykir lyktin ekkert sérstaklega sæt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Ein hressilegasta viðbótin við þingheim er klárlega framsóknarmaðurinn og orðhákurinn Bjarni Harðarson. Daginn eftir kosningar mætti þessi „óforbetranlegi fornaldardýrkandi", eins og Bjarni lýsir sér, í myndver hjá Agli Helgasyni. Víma kosninganæturinnar var varla runninn af þingmanninum nýbakaða; hann talaði enn eins og óbreyttur kjaftaskur, lét vaða á súðum og gekk meðal annars fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, sem sá ástæðu til að biðja hann að gá að sér. Á mánudag dúkkaði Bjarni aftur upp í fjölmiðlum, öllu stilltari en daginn áður, og ekki ólíklegt að þar til bærir menn innan Framsóknar hafi góðfúslega beðið hann um að halda sig á mottunni. En tjáningarþörfin finnur sér ávallt glufur til að seytla um. Því hefur jafnvel verið haldið fram að listir séu jafnan dýpri og merkingarþrungnari í ríkjum þar sem tjáningarfrelsinu eru skorður settar; þá fyrst reyni á sköpunargáfuna. Bjarni unir múlnum illa en virðist hafa fundið gagnrýni sinni á flokkssystkin sín og ríkisstjórnina farveg á bloggsíðu sinni, dulbúinni í meitluðu myndmáli eins og færsla frá því á þriðjudag sýnir. Gefum Bjarna orðið: „Toppurinn var svo á sunnudagskvöldinu að moka úr lífræna haugnum sem hefur núna beðið ósnertur í nokkur ár. Reyndar ekkert nýtt að hann fái að malla lengi hér á bæ en það er hreint með ólíkindum hvað verður úr öllu lífrænu sorpi heimilisins þegar hann fær að gerjast vel og lengi í safntunnu í garðhorninu." Kröftugra líkingamál minnist undirritaður ekki að hafa lesið lengi enda fangar það ríkisstjórnarsamstarfið svo fullkomlega. En bíðið, það er meira: „Sæt er lykt úr sjálfs rassi segir í gömlum íslenskum málshætti," skrifar fornaldardýrkandinn. „En þetta vorkvöld öðlaðist þessi orðskviður nýja merkingu fyrir mér þegar mér var hugsað til þess að ef þetta hefði verið lífrænn eldhúshaugur frá einhverjum öðrum hefði ég jafnvel viljað hafa hanska en þar sem þetta voru okkar eigin matarafgangar gekk lyktin hreint ekkert fram af mér." Eftir. lestur þessa prósa stóð ég gapandi. Þetta er svo satt. Trúi einhver ennþá klisjunni um dauða ljóðsins skal sá sami lesa bloggsíðu Bjarna og snúast hugur samstundis. Eins og Tungnamaðurinn hagyrti veit er hins vegar lítið gagn af daunillum úrgangi áður en hann breytist í frjósaman áburð. Fyrst þarf hann að brotna niður. Og það er ástæðulaust að halda skarnhaugnum að landsmönnum meðan níutíu prósent þeirra deila ekki rassi með Framsóknarflokknum og nótum hans. Því gettu hvað, Bjarni: Okkur þykir lyktin ekkert sérstaklega sæt.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun