Spákaupmaðurinn: Krónuprinsinn Björgólfur Thor 16. maí 2007 00:01 Jæja, sennilega getur maður farið í sumarfrí rólegur yfir krónunni. Þökk sé Björgólfi Thor. Yfirtaka á Actavis mun halda krónunni uppi fram á haustið, auk þess sem markaðurinn hér heima mun fá stuðning við þetta. Í fyrsta lagi koma miklir erlendir fjármunir inn með yfirtökunni. Þar við bætist að nú verða apótekarafjölskyldur allra landa að fara að leita nýrra fjárfestinga. Pharmaco gerði alls konar mixtúrulið moldríkt. Delta og Pharmaco voru svona apótekarasamlög til að steypa magnyl fyrir íslenska markaðinn. Þessi magnylsteypa varð svo að heimsveldi með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þessar familíur. Þarna hafa þær verið árum saman og ekki hreyft neitt og munu núna sitja með fullt fangið af peningum sem þarf að koma í ávöxtun. Ég hlóð mér í stöður um leið og fréttirnar bárust í síðustu viku. Það lá á borðinu að markaðurinn myndi taka smá sprett þessa dagana. 100 milljarðar sem losna munu auðvitað hreyfa heilmikið á markaðnum og spurningin er í hvers konar fyrirtæki þessir peningar fara. Ég held að þarna losni fé hjá mörgum íhaldssömum fjárfestum sem munu dreifa áhættunni. Ég held að eignastýringarliðið í bönkunum ætti að fara að renna yfir hluthafalistann og taka upp símann. Margir freistandi kúnnar að verða til þessa dagana. Sjálfur hef ég grætt helling í Actavis í gegnum tíðina og meira en apótekararnir. Ég fór út í langan tíma meðan gengið lá marflatt og lagði áherslu á bankana á meðan. Ég var búinn að hlaða mér upp að undanförnu, enda ljóst að verðið á félaginu var hagstætt og líklegt að til tíðinda myndi draga. Mér var alveg sama hver tíðindin yrðu og því er mér ósárt um yfirtökuna. Vil bara toppverð fyrir mín bréf og vona að Björgólfur Thor teygi sig eftir því. Annars eiga þeir smá goodwill hjá mér feðgarnir. Ég las þá hárrétt þegar þeir komu með bjórpeningana. Ég vissi að þessir fjármunir myndu setja allt af stað og gíraði mig því hressi-lega upp í einkavæðingarferlinu og þegar Kolkrabbinn fór að missa fótanna. Þetta ferðalag er búið að vera skemmtilegt og ég sé ekki betur en að sumarið haldi ágætlega af stað. Ég sem hélt á tímabili að maður yrði að vera kominn með allt fé úr landi fyrir sumarið, fjarri Ögmundi og ónýtri krónu. En það verður að segjast eins og það er. Jafnvel ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Jæja, sennilega getur maður farið í sumarfrí rólegur yfir krónunni. Þökk sé Björgólfi Thor. Yfirtaka á Actavis mun halda krónunni uppi fram á haustið, auk þess sem markaðurinn hér heima mun fá stuðning við þetta. Í fyrsta lagi koma miklir erlendir fjármunir inn með yfirtökunni. Þar við bætist að nú verða apótekarafjölskyldur allra landa að fara að leita nýrra fjárfestinga. Pharmaco gerði alls konar mixtúrulið moldríkt. Delta og Pharmaco voru svona apótekarasamlög til að steypa magnyl fyrir íslenska markaðinn. Þessi magnylsteypa varð svo að heimsveldi með tilheyrandi verðmætaaukningu fyrir þessar familíur. Þarna hafa þær verið árum saman og ekki hreyft neitt og munu núna sitja með fullt fangið af peningum sem þarf að koma í ávöxtun. Ég hlóð mér í stöður um leið og fréttirnar bárust í síðustu viku. Það lá á borðinu að markaðurinn myndi taka smá sprett þessa dagana. 100 milljarðar sem losna munu auðvitað hreyfa heilmikið á markaðnum og spurningin er í hvers konar fyrirtæki þessir peningar fara. Ég held að þarna losni fé hjá mörgum íhaldssömum fjárfestum sem munu dreifa áhættunni. Ég held að eignastýringarliðið í bönkunum ætti að fara að renna yfir hluthafalistann og taka upp símann. Margir freistandi kúnnar að verða til þessa dagana. Sjálfur hef ég grætt helling í Actavis í gegnum tíðina og meira en apótekararnir. Ég fór út í langan tíma meðan gengið lá marflatt og lagði áherslu á bankana á meðan. Ég var búinn að hlaða mér upp að undanförnu, enda ljóst að verðið á félaginu var hagstætt og líklegt að til tíðinda myndi draga. Mér var alveg sama hver tíðindin yrðu og því er mér ósárt um yfirtökuna. Vil bara toppverð fyrir mín bréf og vona að Björgólfur Thor teygi sig eftir því. Annars eiga þeir smá goodwill hjá mér feðgarnir. Ég las þá hárrétt þegar þeir komu með bjórpeningana. Ég vissi að þessir fjármunir myndu setja allt af stað og gíraði mig því hressi-lega upp í einkavæðingarferlinu og þegar Kolkrabbinn fór að missa fótanna. Þetta ferðalag er búið að vera skemmtilegt og ég sé ekki betur en að sumarið haldi ágætlega af stað. Ég sem hélt á tímabili að maður yrði að vera kominn með allt fé úr landi fyrir sumarið, fjarri Ögmundi og ónýtri krónu. En það verður að segjast eins og það er. Jafnvel ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira