Þrír rómantískir menn 12. maí 2007 12:45 Þeir elska Schubert, þeir Sigurður Flosason og Kjartan Valdemarsson. Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz. Sönglög Schuberts og tveir djasstónlistarmenn er kannski ekki augljós samsetning. En hin rómantísku lög Schuberts innihalda þó allt sem spunamaður getur óskað sér í efnivið; þau eru hlaðin tilfinningum, hádramatísk og stútfull af áhugaverðum hljómrænum ferlum. Hér er þó síst meiningin að „djassa“ Schubert með sveiflu og gangandi bassa. Þvert á móti er hugmyndin að láta lögin njóta sín, oft í nær upprunalegu formi og spinna út frá þeim á sem fjölbreytilegastan máta; stundum byggt á stemningu lagsins, stundum á titli og texta og stundum á hljómagrind. Þetta er hvorki klassík né djass heldur tveir tónlistarmenn með fjölbreyttan bakgrunn að takast á við klassískan efnivið á nýjan hátt. Lögin eru valin úr hópi þekktustu stakra laga meistarans. Dagskráin var frumflutt í Laugaborg í Eyjafirði sunnudaginn 6. maí síðastliðinn og hlaut frábærar undirtektir. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz. Sönglög Schuberts og tveir djasstónlistarmenn er kannski ekki augljós samsetning. En hin rómantísku lög Schuberts innihalda þó allt sem spunamaður getur óskað sér í efnivið; þau eru hlaðin tilfinningum, hádramatísk og stútfull af áhugaverðum hljómrænum ferlum. Hér er þó síst meiningin að „djassa“ Schubert með sveiflu og gangandi bassa. Þvert á móti er hugmyndin að láta lögin njóta sín, oft í nær upprunalegu formi og spinna út frá þeim á sem fjölbreytilegastan máta; stundum byggt á stemningu lagsins, stundum á titli og texta og stundum á hljómagrind. Þetta er hvorki klassík né djass heldur tveir tónlistarmenn með fjölbreyttan bakgrunn að takast á við klassískan efnivið á nýjan hátt. Lögin eru valin úr hópi þekktustu stakra laga meistarans. Dagskráin var frumflutt í Laugaborg í Eyjafirði sunnudaginn 6. maí síðastliðinn og hlaut frábærar undirtektir.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira