Hýrnar um hólma og sker 8. maí 2007 08:45 Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur fagnar vori. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Lög eftir Inga T. Lárusson sem þær hafa æft upp vegna heimsóknar sinnar austur á land síðar í þessum mánuði, en þaðan var Ingi ættaður, slagara frá stríðsárunum eru þær líka með á efnisskránni og svo syngja stelpurnar slagara frá unglingsárum sínum: dægurlög blómatímans. Kórstjóri er Jóhanna Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Léttsveitin er 120 kvenna kór og hafa þær sungið víða sér og öðrum til skemmtunar og yndisauka. Mörgum er í fersku minni heimildarmynd sem sýnd var í sjónvarpi fyrir fáum mánuðum frá ferðalagi kórsins um Evrópu en þær hafa víða farið: Bolungarvík, Dublin, Havana, Kaupmannahöfn, Feneyjar og Vestmannaeyjar. Það er óhætt að lofa hressum söng með sveiflu þar sem Jóhanna og hennar kátu konur – og karlar – eru á ferð. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Lög eftir Inga T. Lárusson sem þær hafa æft upp vegna heimsóknar sinnar austur á land síðar í þessum mánuði, en þaðan var Ingi ættaður, slagara frá stríðsárunum eru þær líka með á efnisskránni og svo syngja stelpurnar slagara frá unglingsárum sínum: dægurlög blómatímans. Kórstjóri er Jóhanna Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Léttsveitin er 120 kvenna kór og hafa þær sungið víða sér og öðrum til skemmtunar og yndisauka. Mörgum er í fersku minni heimildarmynd sem sýnd var í sjónvarpi fyrir fáum mánuðum frá ferðalagi kórsins um Evrópu en þær hafa víða farið: Bolungarvík, Dublin, Havana, Kaupmannahöfn, Feneyjar og Vestmannaeyjar. Það er óhætt að lofa hressum söng með sveiflu þar sem Jóhanna og hennar kátu konur – og karlar – eru á ferð.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira