Vill gullinn hljóðnema 8. maí 2007 07:00 Friðrik samdi framsóknarlagið svokallaða í strætó og segir frumflutning þess vera orðinn hluta af mannkynssögunni. MYND/GVA Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Margir hafa gengið út frá því að lag og texti væri eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, en Friðrik sagðist ekki taka slíkan misskilning nærri sér. „Magnús á frumkvæðið að því að lagið var tekið upp, útsett og gefið út, þannig að hann á jafn mikið í því og ég. Sjálfur er ég reyndar ennþá að velta því fyrir mér hvaðan lagið er stolið,“ sagði hann og hló við. Friðrik er búsettur á Akranesi og tekur iðulega strætó til vinnu í höfuðborginni. Framsóknarlaginu skaut upp kolli hans í slíkri strætóferð að morgni síðasta dags vetrar. „Ég skrifaði textann að viðlaginu í lófatölvuna mína í strætó,“ útskýrði Friðrik. Lagið var svo frumflutt degi síðar, þegar kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins var opnuð á Akranesi. „Konan rak mig af stað með gítarinn að taka prufukeyrslu á laginu. Ég labbaði inn og taldi í og restin er bara orðin hluti af mannkynssögunni,“ sagði hann. Friðrik er framsóknarmaður í húð og hár. „Genetískur. En það hefur ekki brotist út í söng áður,“ sagði hann sposkur. „Reyndar kynntist ég konunni minni á framsóknartónleikum á Hótel Borg fyrir kosningarnar 1987.“ Þessa dagana er Friðrik líka að rifja upp gamla takta með hljómsveitarbræðrum sínum úr menntaskóla, sem strengdu þess heit að koma aftur saman um fertugt. Bassaleikari hljómsveitarinnar reið á vaðið í júní. „Þá gáfum við honum bassa og bassamagnara. Gítarleikarinn varð fertugur í nóvember og fékk gítar og gítarmagnara. Við æfðum líka fyrir afmælið og tróðum upp í veislunni. Það var það vel heppnað að lögreglan mætti,“ sagði Friðrik grafalvarlegur. Hann væntir þess því að fá annaðhvort gítar eða hljómborð að gjöf í dag. „Að minnsta kosti gullsleginn hljóðnema,“ sagði hann og hló við. Friðrik kveðst enn vera að skipuleggja hina eiginlegu afmælisveislu, en dagsetningin er ekki enn komin á hreint. „Í ljósi þessa lags geri ég ráð fyrir að ég sæki um að fá húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötunni lánað, svona í skiptum fyrir stefgjöldin,“ sagði hann kíminn. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Margir hafa gengið út frá því að lag og texti væri eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, en Friðrik sagðist ekki taka slíkan misskilning nærri sér. „Magnús á frumkvæðið að því að lagið var tekið upp, útsett og gefið út, þannig að hann á jafn mikið í því og ég. Sjálfur er ég reyndar ennþá að velta því fyrir mér hvaðan lagið er stolið,“ sagði hann og hló við. Friðrik er búsettur á Akranesi og tekur iðulega strætó til vinnu í höfuðborginni. Framsóknarlaginu skaut upp kolli hans í slíkri strætóferð að morgni síðasta dags vetrar. „Ég skrifaði textann að viðlaginu í lófatölvuna mína í strætó,“ útskýrði Friðrik. Lagið var svo frumflutt degi síðar, þegar kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins var opnuð á Akranesi. „Konan rak mig af stað með gítarinn að taka prufukeyrslu á laginu. Ég labbaði inn og taldi í og restin er bara orðin hluti af mannkynssögunni,“ sagði hann. Friðrik er framsóknarmaður í húð og hár. „Genetískur. En það hefur ekki brotist út í söng áður,“ sagði hann sposkur. „Reyndar kynntist ég konunni minni á framsóknartónleikum á Hótel Borg fyrir kosningarnar 1987.“ Þessa dagana er Friðrik líka að rifja upp gamla takta með hljómsveitarbræðrum sínum úr menntaskóla, sem strengdu þess heit að koma aftur saman um fertugt. Bassaleikari hljómsveitarinnar reið á vaðið í júní. „Þá gáfum við honum bassa og bassamagnara. Gítarleikarinn varð fertugur í nóvember og fékk gítar og gítarmagnara. Við æfðum líka fyrir afmælið og tróðum upp í veislunni. Það var það vel heppnað að lögreglan mætti,“ sagði Friðrik grafalvarlegur. Hann væntir þess því að fá annaðhvort gítar eða hljómborð að gjöf í dag. „Að minnsta kosti gullsleginn hljóðnema,“ sagði hann og hló við. Friðrik kveðst enn vera að skipuleggja hina eiginlegu afmælisveislu, en dagsetningin er ekki enn komin á hreint. „Í ljósi þessa lags geri ég ráð fyrir að ég sæki um að fá húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötunni lánað, svona í skiptum fyrir stefgjöldin,“ sagði hann kíminn.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira