Styrkur í austurátt 4. maí 2007 09:00 Einar jóhannesson klarinettuleikari lagði vini sínum Berkofsky og börnunum í Kitezh-þorpinu lið. Einar Jóhannesson klarinettuleikari er meðal þeirra sem standa að útgáfu hljómdisks til styrktar munaðarlausum börnum í Kitezh-þorpinu í Rússlandi. Diskurinn inniheldur verk eftir Beethoven, Brahms og Schumann en þar leikur Globalis-sinfóníuhljómsveitin undir stjórn stofnanda sveitarinnar, Konstantin Krimets, verk Beethovens ásamt píanóleikaranum Martin Berkofsky en hann leikur síðan ásamt Einari Jóhannessyni tvær sónötur Brahms og þrjú „fantasíustykki“ eftir Schumann. Kitezh-verkefninu var komið á fót árið 1992 til hjálpar munaðarlausum börnum í Rússlandi en þorpið er í nágrenni Moskvu. Þar búa nú börn á fósturheimilum ásamt kennurum, læknum, bændum, listamönnum og sálfræðingum en árlega heimsækja tugir manna þorpið og vinna þar sjálfboðastarf. Bakgrunnur þessara vanræktu barna er afar misjafn og oft eru þau fórnarlömb ofbeldis. Verkefninu er ætlað að veita þeim skjól og tækifæri sem ekki bjóðast á hliðstæðum stofnunum þar í landi og hafa aðferðir hugsjónafólksins í Kitezh borið góðan árangur. Upptökurnar voru gerðar í Moskvu og gaf listafólkið vinnu sína til þessa verðuga málefnis. Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Einar Jóhannesson klarinettuleikari er meðal þeirra sem standa að útgáfu hljómdisks til styrktar munaðarlausum börnum í Kitezh-þorpinu í Rússlandi. Diskurinn inniheldur verk eftir Beethoven, Brahms og Schumann en þar leikur Globalis-sinfóníuhljómsveitin undir stjórn stofnanda sveitarinnar, Konstantin Krimets, verk Beethovens ásamt píanóleikaranum Martin Berkofsky en hann leikur síðan ásamt Einari Jóhannessyni tvær sónötur Brahms og þrjú „fantasíustykki“ eftir Schumann. Kitezh-verkefninu var komið á fót árið 1992 til hjálpar munaðarlausum börnum í Rússlandi en þorpið er í nágrenni Moskvu. Þar búa nú börn á fósturheimilum ásamt kennurum, læknum, bændum, listamönnum og sálfræðingum en árlega heimsækja tugir manna þorpið og vinna þar sjálfboðastarf. Bakgrunnur þessara vanræktu barna er afar misjafn og oft eru þau fórnarlömb ofbeldis. Verkefninu er ætlað að veita þeim skjól og tækifæri sem ekki bjóðast á hliðstæðum stofnunum þar í landi og hafa aðferðir hugsjónafólksins í Kitezh borið góðan árangur. Upptökurnar voru gerðar í Moskvu og gaf listafólkið vinnu sína til þessa verðuga málefnis.
Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira