The Stooges: The Weirdness - þrjár stjörnur 16. apríl 2007 08:15 Þó að platan standi gömlu meistaraverkunum langt að baki er á henni nóg af tilþrifum til að gleðja gamla aðdáendur. Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag. Iggy syngur, Ron spilar á gítar og Scott á trommur, en fyrrum Minutemen-bassaleikarinn Mike Watt er kominn í stað þess fjórða, Dave Alexander sem lést árið 1975. Auk þess spilar saxófónleikarinn Steve Mackay á nýju plötunni, en hann vakti mikla athygli fyrir sinn hlut á Funhouse á sínum tíma. Fyrstu þrjár Stooges-plöturnar, The Stooges (1969), Funhouse (1970) og Raw Power (1973), eru allar á meðal merkustu verka rokksögunnar og hafa haft mikil áhrif á þær kynslóðir rokktónlistarmanna sem hafa komið fram síðan þær komu út. Það átti enginn von á því að The Weirdness yrði jafn mögnuð og fyrri plöturnar og það er hún sannarlega ekki. Í fyrsta lagi hafa þrjár fyrstu plöturnar hver sín sérkenni á meðan The Weirdness reynir bara að endurskapa hljóm fortíðarinnar. Í öðru lagi eru lagasmíðarnar ekki jafn sterkar og í þriðja lagi hafa textarnir ekki sama vægi. Þrátt fyrir þetta er The Weirdness ekkert slæm plata. Það er enn gaman að Stooges-sándinu og þó að tilþrif bræðranna Ron og Scott hljómi ekki jafn byltingarkennd í dag og fyrir tæpum fjörutíu árum er samt gaman að hlusta á þau ennþá. Steve Albini stjórnar upptökunum og hljómurinn er þar af leiðandi fínn, trommusándið er til dæmis frábært. Ef það er hægt að tala um einhverja breytingu á tónlistinni þá má kannski segja að það sé aðeins minni sýra í þessum nýju Stooges lögum og aðeins meiri blús. The Weirdness gleður gamla Stooges-hunda, en aðrir ættu frekar að snúa sé að gömlu meistaraverkunum. Trausti Júlíusson Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag. Iggy syngur, Ron spilar á gítar og Scott á trommur, en fyrrum Minutemen-bassaleikarinn Mike Watt er kominn í stað þess fjórða, Dave Alexander sem lést árið 1975. Auk þess spilar saxófónleikarinn Steve Mackay á nýju plötunni, en hann vakti mikla athygli fyrir sinn hlut á Funhouse á sínum tíma. Fyrstu þrjár Stooges-plöturnar, The Stooges (1969), Funhouse (1970) og Raw Power (1973), eru allar á meðal merkustu verka rokksögunnar og hafa haft mikil áhrif á þær kynslóðir rokktónlistarmanna sem hafa komið fram síðan þær komu út. Það átti enginn von á því að The Weirdness yrði jafn mögnuð og fyrri plöturnar og það er hún sannarlega ekki. Í fyrsta lagi hafa þrjár fyrstu plöturnar hver sín sérkenni á meðan The Weirdness reynir bara að endurskapa hljóm fortíðarinnar. Í öðru lagi eru lagasmíðarnar ekki jafn sterkar og í þriðja lagi hafa textarnir ekki sama vægi. Þrátt fyrir þetta er The Weirdness ekkert slæm plata. Það er enn gaman að Stooges-sándinu og þó að tilþrif bræðranna Ron og Scott hljómi ekki jafn byltingarkennd í dag og fyrir tæpum fjörutíu árum er samt gaman að hlusta á þau ennþá. Steve Albini stjórnar upptökunum og hljómurinn er þar af leiðandi fínn, trommusándið er til dæmis frábært. Ef það er hægt að tala um einhverja breytingu á tónlistinni þá má kannski segja að það sé aðeins minni sýra í þessum nýju Stooges lögum og aðeins meiri blús. The Weirdness gleður gamla Stooges-hunda, en aðrir ættu frekar að snúa sé að gömlu meistaraverkunum. Trausti Júlíusson
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira