Mesta stressið búið 31. mars 2007 08:15 Þau eru afar ánægð með að halda sameiginlega fermingarveislu, frændsystkinin Tryggvi Másson, Una Hrefna Pálsdóttir og Kristófer Másson. mynd: Hörður Ellert ólafsson Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. Þótt þau fermist ekki öll í sömu kirkju ákváðu frændsystkinin Una Hrefna, Kristófer og Tryggvi að halda sameiginlega fermingarveislu. „Ég veit ekki alveg hver átti hugmyndina," segir Una Hrefna. „Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun okkar og foreldra okkar." Mikið umstang einkennir alla jafna undirbúning fermingarveislna, sérstaklega þegar veislan er þreföld. Þetta vita krakkarnir og segjast þau því dugleg að hjálpa til. Af svipbrigðum og augngotum foreldra þeirra að dæma er sá stuðningur aðallega andlegs eðlis á meðan veraldleg framkvæmd fellur í skaut þeirra fullorðnu. Fermingardagurinn er þéttskipulagður, sérstaklega hjá Unu Hrefnu. „Ég fer í hárgreiðslu um morguninn og svo þarf ég líka að fara í fermingarveislu hjá vinkonu minni," segir Una Hrefna. Tryggvi og Kristófer ætla líka í veislur hjá sínum vinum en þeir eru að eigin sögn sem betur fer lausir við hárgreiðsluna. „Margir segja að strákar séu óheppnir því þeir geta ekki haft hárið sérstakt og að fötin séu alltaf einhver jakkaföt, bara í mismunandi litum," segir Kristófer. „Við erum hins vegar rosa fegnir að losna við allt þetta vesen." Tryggvi, Krisófer og Una Hrefna eru ekki stressuð fyrir fermingarathöfnina, enda lítið sem getur farið úrskeiðis. „Það eru alltaf einhverjir sem eru hræddir við að stíga á kyrtilinn eða að það líði yfir þá en við erum ekkert hrædd við það. Það gerist örugglega ekki," segir Una Hrefna. „Mesta stressinu lauk þegar við fórum í munnlegt fermingarpróf en við náðum öll." Þá bætir Tryggvi við að ekki hafi allir í fermingarfræðslunni náð. „Ég er mjög feginn að vera búinn en ég vildi sko ekki vera einn af þeim sem þarf að taka prófið aftur." Frændsystkinin eru mjög ánægð með að halda veisluna saman, sérstaklega bræðurnir sem vilja ekki hafa neinn annan hátt á. „Það er svo leiðinlegt ef annar er á undan hinum," segir Tryggvi og horfir glottandi á bróður sinn. „Ég þekki það vel því ég er svo aftarlega í stafrófinu." Fermingar Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. Þótt þau fermist ekki öll í sömu kirkju ákváðu frændsystkinin Una Hrefna, Kristófer og Tryggvi að halda sameiginlega fermingarveislu. „Ég veit ekki alveg hver átti hugmyndina," segir Una Hrefna. „Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun okkar og foreldra okkar." Mikið umstang einkennir alla jafna undirbúning fermingarveislna, sérstaklega þegar veislan er þreföld. Þetta vita krakkarnir og segjast þau því dugleg að hjálpa til. Af svipbrigðum og augngotum foreldra þeirra að dæma er sá stuðningur aðallega andlegs eðlis á meðan veraldleg framkvæmd fellur í skaut þeirra fullorðnu. Fermingardagurinn er þéttskipulagður, sérstaklega hjá Unu Hrefnu. „Ég fer í hárgreiðslu um morguninn og svo þarf ég líka að fara í fermingarveislu hjá vinkonu minni," segir Una Hrefna. Tryggvi og Kristófer ætla líka í veislur hjá sínum vinum en þeir eru að eigin sögn sem betur fer lausir við hárgreiðsluna. „Margir segja að strákar séu óheppnir því þeir geta ekki haft hárið sérstakt og að fötin séu alltaf einhver jakkaföt, bara í mismunandi litum," segir Kristófer. „Við erum hins vegar rosa fegnir að losna við allt þetta vesen." Tryggvi, Krisófer og Una Hrefna eru ekki stressuð fyrir fermingarathöfnina, enda lítið sem getur farið úrskeiðis. „Það eru alltaf einhverjir sem eru hræddir við að stíga á kyrtilinn eða að það líði yfir þá en við erum ekkert hrædd við það. Það gerist örugglega ekki," segir Una Hrefna. „Mesta stressinu lauk þegar við fórum í munnlegt fermingarpróf en við náðum öll." Þá bætir Tryggvi við að ekki hafi allir í fermingarfræðslunni náð. „Ég er mjög feginn að vera búinn en ég vildi sko ekki vera einn af þeim sem þarf að taka prófið aftur." Frændsystkinin eru mjög ánægð með að halda veisluna saman, sérstaklega bræðurnir sem vilja ekki hafa neinn annan hátt á. „Það er svo leiðinlegt ef annar er á undan hinum," segir Tryggvi og horfir glottandi á bróður sinn. „Ég þekki það vel því ég er svo aftarlega í stafrófinu."
Fermingar Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira