Áhyggjur með englavernd 28. mars 2007 04:00 Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. Maður er samt ekkert að syndga upp á náðina og storka örlögunum af óþörfu. Þannig sýni ég verndarenglum mínum þá auðmýkt að hafa áhyggjur af einhverju. Þessa dagana hef ég áhyggjur af krónunni og svo er ég órólegur yfir því ef mosakommarnir komast til valda. Þetta eru tengdar áhyggjur því það er nú einu sinni þannig að þegar við erum orðnir þátttakendur í heimi opinna alþjóðaviðskipta ráðum við ekki alltaf við framhaldið. Ef menn eins og ég úti í heimi missa trú á því sem við erum að gera, þá komumst við að því fullkeyptu. Svona get ég orðið órólegur. Svo jafna ég mig og hugsa að menn eins og ég fljóta alltaf ofan á. Ef ég hefði til dæmis fæðst í Rússlandi fyrir hundrað árum, þá hefði ég orðið stórkommisar og í miðstjórn hjá kommunum og haft það fínt. Fæddur fimmtíu árum síðar á sama stað væri ég sennilega í hópi ólígarka. Ástæða þessa er að ég er framsýnn og fljótur að átta mig á hlutunum. Ef miðstýringarmenn fara að gera einhverjar rósir í efnahagslífinu, þá verð ég kominn með peningana mína langt frá landinu og sennilega flatmagandi á sólarströnd einhvers staðar með lögheimili í skattaparadís. Og hvers vegna ætti ég að hafa miklar áhyggjur af krónunni? Ég mun græða á falli hennar. Græddi alla vega í fyrra þegar hún féll. Tók svo sveifluna til baka og nú er ég yfirvogaður í erlendu og ætti því að vera rólegur. Samt er ég það ekki alveg, sem mér finnst benda til þess að ég hafi bæði þroskaða samvisku og gott hjartalag. Ef menn snúa af vegi frjálslyndis og lokunarfólk nær undirtökum mun það auðvitað bitna á mörgum. Ég er nefnilega á því að næsta kjörtímabil skipti miklu máli. Sennilega munum við sækja um aðild að ESB á tímabilinu ef skynsemin ræður einhverju. Ég er enginn aðdáandi gamla Kol og Stál, en ég held að það sé enginn annar kostur þegar lengra er horft. Það er betra að sætta sig við raunveruleikann fyrr en síðar. Það segja alla vega vinir mínir sem hafa farið í meðferð. Sjálfur er ég maður hófstilltrar lífsnautnar varinn af englunum. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heillastjörnu og fátt illt gæti hent mig. Maður er samt ekkert að syndga upp á náðina og storka örlögunum af óþörfu. Þannig sýni ég verndarenglum mínum þá auðmýkt að hafa áhyggjur af einhverju. Þessa dagana hef ég áhyggjur af krónunni og svo er ég órólegur yfir því ef mosakommarnir komast til valda. Þetta eru tengdar áhyggjur því það er nú einu sinni þannig að þegar við erum orðnir þátttakendur í heimi opinna alþjóðaviðskipta ráðum við ekki alltaf við framhaldið. Ef menn eins og ég úti í heimi missa trú á því sem við erum að gera, þá komumst við að því fullkeyptu. Svona get ég orðið órólegur. Svo jafna ég mig og hugsa að menn eins og ég fljóta alltaf ofan á. Ef ég hefði til dæmis fæðst í Rússlandi fyrir hundrað árum, þá hefði ég orðið stórkommisar og í miðstjórn hjá kommunum og haft það fínt. Fæddur fimmtíu árum síðar á sama stað væri ég sennilega í hópi ólígarka. Ástæða þessa er að ég er framsýnn og fljótur að átta mig á hlutunum. Ef miðstýringarmenn fara að gera einhverjar rósir í efnahagslífinu, þá verð ég kominn með peningana mína langt frá landinu og sennilega flatmagandi á sólarströnd einhvers staðar með lögheimili í skattaparadís. Og hvers vegna ætti ég að hafa miklar áhyggjur af krónunni? Ég mun græða á falli hennar. Græddi alla vega í fyrra þegar hún féll. Tók svo sveifluna til baka og nú er ég yfirvogaður í erlendu og ætti því að vera rólegur. Samt er ég það ekki alveg, sem mér finnst benda til þess að ég hafi bæði þroskaða samvisku og gott hjartalag. Ef menn snúa af vegi frjálslyndis og lokunarfólk nær undirtökum mun það auðvitað bitna á mörgum. Ég er nefnilega á því að næsta kjörtímabil skipti miklu máli. Sennilega munum við sækja um aðild að ESB á tímabilinu ef skynsemin ræður einhverju. Ég er enginn aðdáandi gamla Kol og Stál, en ég held að það sé enginn annar kostur þegar lengra er horft. Það er betra að sætta sig við raunveruleikann fyrr en síðar. Það segja alla vega vinir mínir sem hafa farið í meðferð. Sjálfur er ég maður hófstilltrar lífsnautnar varinn af englunum. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira