Á fermingarveisluna skjalfesta á vídeói 22. mars 2007 06:00 Friðrik fékk meðal annars kassettutæki og IKEA-innréttingu í fermingargjöf. MYND/ vilhelm Friðrik Friðriksson leikari lék á als oddi í fermingarveislu sinni og var ekki eitt af þessu feimnu fermingarbörnum, að eigin sögn að minnsta kosti. „Nei, nei. Ég var á þeytingi milli ættingja og ég á meira að segja alla veisluna á vídeói til að sanna hversu sprækur ég var," segir Friðrik. „Þetta var svona meðalstór veisla þannig að ég þekkti flesta ættingjana og það sparaði mér heilmikil vandræðalegheit." Friðrik fékk marga góða gripi í fermingargjöf sem þrátt fyrir mikil gæði eru fæstir í notkun í dag. „Ég fékk svona Ikea-innréttingu í herbergið mitt sem ég tek enn þann dag í dag með mér hvert sem ég fer, hún er algjör draumur í dós," segir Friðrik og hlær. „Svo fékk ég líka gettóblaster. Reyndar hétu gettóblasterar ekki gettóblasterar á þessum tíma heldur kassettuspilarar. Þetta var sko enginn geislaspilari, svoleiðis lúxus var ekki kominn á markað." Friðrik fékk líka mikið af útivistarbúnaði í fermingargjöf. „Það var vegna þess að ég var skáti, og er víst enn. Einu sinni skáti, ávallt skáti, maður kemst ekki undan því samkvæmt reglunum," segir Friðrik. „Svo fékk ég líka fullt af pening eins og gengur og gerist." Ef Friðrik væri 13 ára í dag, en með þann þroska sem hann hefur tekið út nú, myndi hann án efa fermast aftur. „Maður græddi svo mikið á þessu að ég myndi hiklaust endurtaka leikinn. Þetta var svo mikil búbót og maður var skyndilega orðinn eignamaður 13 ára gamall," segir Friðrik og hlær. „Það er náttúrulega ákveðinn þroski að eiga fjárfestingar hingað og þangað." Í öllu meiri alvöru játar Friðrik að honum finnist það í góðu lagi að krakkar fermist 13 ára þó svo þau séu ekki orðin trúarlega meðvituð. „Annað hvort verður fólk trúað eða ekki og annað hvort heldur það áfram að mæta í kirkju eða ekki," segir Friðrik. „Ég held það fylgi enginn varanlegur skaði því að fermast og ef fólk skiptir um skoðun þá bara gerist það."-tg Fermingar Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Friðrik Friðriksson leikari lék á als oddi í fermingarveislu sinni og var ekki eitt af þessu feimnu fermingarbörnum, að eigin sögn að minnsta kosti. „Nei, nei. Ég var á þeytingi milli ættingja og ég á meira að segja alla veisluna á vídeói til að sanna hversu sprækur ég var," segir Friðrik. „Þetta var svona meðalstór veisla þannig að ég þekkti flesta ættingjana og það sparaði mér heilmikil vandræðalegheit." Friðrik fékk marga góða gripi í fermingargjöf sem þrátt fyrir mikil gæði eru fæstir í notkun í dag. „Ég fékk svona Ikea-innréttingu í herbergið mitt sem ég tek enn þann dag í dag með mér hvert sem ég fer, hún er algjör draumur í dós," segir Friðrik og hlær. „Svo fékk ég líka gettóblaster. Reyndar hétu gettóblasterar ekki gettóblasterar á þessum tíma heldur kassettuspilarar. Þetta var sko enginn geislaspilari, svoleiðis lúxus var ekki kominn á markað." Friðrik fékk líka mikið af útivistarbúnaði í fermingargjöf. „Það var vegna þess að ég var skáti, og er víst enn. Einu sinni skáti, ávallt skáti, maður kemst ekki undan því samkvæmt reglunum," segir Friðrik. „Svo fékk ég líka fullt af pening eins og gengur og gerist." Ef Friðrik væri 13 ára í dag, en með þann þroska sem hann hefur tekið út nú, myndi hann án efa fermast aftur. „Maður græddi svo mikið á þessu að ég myndi hiklaust endurtaka leikinn. Þetta var svo mikil búbót og maður var skyndilega orðinn eignamaður 13 ára gamall," segir Friðrik og hlær. „Það er náttúrulega ákveðinn þroski að eiga fjárfestingar hingað og þangað." Í öllu meiri alvöru játar Friðrik að honum finnist það í góðu lagi að krakkar fermist 13 ára þó svo þau séu ekki orðin trúarlega meðvituð. „Annað hvort verður fólk trúað eða ekki og annað hvort heldur það áfram að mæta í kirkju eða ekki," segir Friðrik. „Ég held það fylgi enginn varanlegur skaði því að fermast og ef fólk skiptir um skoðun þá bara gerist það."-tg
Fermingar Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira