Stelpulegar greiðslur 17. mars 2007 06:00 Magnea Sif Agnarsdóttir, hárgreiðslukona á hársnyrtistofunni Effect, mundar hér hárlakksbrúsann á Sólveigu. „Sem betur fer eru fermingargreiðslur alltaf að verða meira og meira stelpulegar,“ segir Magnea Sif Agnarsdóttir, hágreiðslukona á hársnyrtistofunni Effect á Bergstaðastræti. „Slöngulokkar eru komnir úr tísku, en í staðinn eru stelpurnar með frjálslega lokka sem eru miskrullaðir og fæstar kjósa að vera með uppsett hár,“ segir hún og bætir því við að einnig þurfi að taka tillit til hárgerðarinnar þegar verið er að móta greiðsluna. „Sólveig er til dæmis með mjög þykkt hár svo ég hefði hvort sem er ekki getað tekið það mikið upp. Það hefði bara komið út eins og hattur.“Magnea segir að stutthærðar stelpur séu í svo miklum minnihluta að hún hafi ekki greitt slíkri í mörg ár. „Þetta er samt að komast í tísku aftur. Ég er byrjuð að taka eftir einni og einni stutthærðri, en fram til þessa hafa það aðallega verið eldri konur sem hafa haldið sig við stutta hárið.“ Lifandi blóm eru alveg komin úr tísku að sögn Magneu, en í staðinn vilja fermingarstelpur litlar skrautspennur í hárið eða lítið áberandi gerviblóm. „Hárskraut má fá í gríðarlegu úrvali í alls konar verslunum. Til dæmis í Skarthúsinu og fleiri búðum sem selja slíkan varning. Ég er mjög sátt við þá þróun sem er að verða í fermingartískunni núna. Fyrir nokkrum árum voru fermingarstelpur eins og litlar konur, með langar gervineglur, uppsett hár og áberandi förðun, en þetta er komið á allt annað stig í dag. Núna er í tísku hjá stelpum að vera stelpulegar,“ segir Magnea að lokum. Fermingar Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Sem betur fer eru fermingargreiðslur alltaf að verða meira og meira stelpulegar,“ segir Magnea Sif Agnarsdóttir, hágreiðslukona á hársnyrtistofunni Effect á Bergstaðastræti. „Slöngulokkar eru komnir úr tísku, en í staðinn eru stelpurnar með frjálslega lokka sem eru miskrullaðir og fæstar kjósa að vera með uppsett hár,“ segir hún og bætir því við að einnig þurfi að taka tillit til hárgerðarinnar þegar verið er að móta greiðsluna. „Sólveig er til dæmis með mjög þykkt hár svo ég hefði hvort sem er ekki getað tekið það mikið upp. Það hefði bara komið út eins og hattur.“Magnea segir að stutthærðar stelpur séu í svo miklum minnihluta að hún hafi ekki greitt slíkri í mörg ár. „Þetta er samt að komast í tísku aftur. Ég er byrjuð að taka eftir einni og einni stutthærðri, en fram til þessa hafa það aðallega verið eldri konur sem hafa haldið sig við stutta hárið.“ Lifandi blóm eru alveg komin úr tísku að sögn Magneu, en í staðinn vilja fermingarstelpur litlar skrautspennur í hárið eða lítið áberandi gerviblóm. „Hárskraut má fá í gríðarlegu úrvali í alls konar verslunum. Til dæmis í Skarthúsinu og fleiri búðum sem selja slíkan varning. Ég er mjög sátt við þá þróun sem er að verða í fermingartískunni núna. Fyrir nokkrum árum voru fermingarstelpur eins og litlar konur, með langar gervineglur, uppsett hár og áberandi förðun, en þetta er komið á allt annað stig í dag. Núna er í tísku hjá stelpum að vera stelpulegar,“ segir Magnea að lokum.
Fermingar Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira