Amiina spilar með Sufjan Stevens 14. mars 2007 09:30 Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar kemur út á netinu 21. mars. mynd/hörður sveinsson Hljómsveitin Amiina heldur tónleika með Bandaríkjamanninum Sufjan Stevens á tónlistarhátíðinni MusicNow í Cincinatti í Ohio-fylki í byrjun apríl. „Það var hugmynd uppi um að við myndum hita upp fyrir hann á síðasta Evróputúr hans fyrir síðustu jól en það hentaði okkur ekki. Síðan hittum við hann á Íslandi og ákváðum að bralla eitthvað saman,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir úr Amiinu um samstarfið með Sufjan Stevens.Nýjar útsetningarSufjan Stevens Nýtur liðsinnis stúlknanna úr Amiinu.Sufjan hélt vel heppnaða tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í lok síðasta árs þar sem mun færri komust að en vildu. Hefur hann fengið sérlega góða dóma gagnrýnenda fyrir plötur sínar, þar á meðal Come on Feel the Illinois, sem kom út árið 2005. Á tónleikunum í Cincinatti spila þær stöllur í Amiinu undir hjá Sufjan og verða lög hans flutt í nýjum útsetningum. Plata og tónleikaferðAmiina er á leiðinni í tónleikaferð um Bandaríkin sem stendur yfir frá 21. mars til 14. apríl. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Kurr, kemur einmitt út á netinu 21. mars. Standa jafnframt yfir samningaviðræður við erlent plötufyrirtæki um að gefa plötuna út. Er stefnt á almenna útgáfu í maí eða byrjun júní. Þrjátíu hljóðfæriMaría Huld segir að erfitt sé að lýsa nýju plötunni. „Hún er mjög fjölbreytt. Hún er mest instrúmental en það er sungið í nokkrum lögum. Síðan er fullt af hljóðfærum, einhver þrjátíu hljóðfæri sem við notum. Annars er þetta bara í okkar stíl,“ segir hún. Til Japans í haustHeilmikið er framundan hjá Amiinu því fyrir utan tónleikaferðina til Bandaríkjanna ætlar sveitin í þriggja vikna túr til Evrópu í maí. Jafnframt ætla þær að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum og tónleikum í sumar. Í haust er síðan ferðinni heitið til Japans, Ástralíu og Nýja-Sjálands áður en þær fara aftur til Bandaríkjanna og Evrópu. Að sögn Maríu vonast þær til að platan komi örlítið fyrr út á Íslandi en úti í heimi. Myndu þær þá hugsanlega halda tónleika hér á landi í lok maí. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Amiina heldur tónleika með Bandaríkjamanninum Sufjan Stevens á tónlistarhátíðinni MusicNow í Cincinatti í Ohio-fylki í byrjun apríl. „Það var hugmynd uppi um að við myndum hita upp fyrir hann á síðasta Evróputúr hans fyrir síðustu jól en það hentaði okkur ekki. Síðan hittum við hann á Íslandi og ákváðum að bralla eitthvað saman,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir úr Amiinu um samstarfið með Sufjan Stevens.Nýjar útsetningarSufjan Stevens Nýtur liðsinnis stúlknanna úr Amiinu.Sufjan hélt vel heppnaða tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í lok síðasta árs þar sem mun færri komust að en vildu. Hefur hann fengið sérlega góða dóma gagnrýnenda fyrir plötur sínar, þar á meðal Come on Feel the Illinois, sem kom út árið 2005. Á tónleikunum í Cincinatti spila þær stöllur í Amiinu undir hjá Sufjan og verða lög hans flutt í nýjum útsetningum. Plata og tónleikaferðAmiina er á leiðinni í tónleikaferð um Bandaríkin sem stendur yfir frá 21. mars til 14. apríl. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Kurr, kemur einmitt út á netinu 21. mars. Standa jafnframt yfir samningaviðræður við erlent plötufyrirtæki um að gefa plötuna út. Er stefnt á almenna útgáfu í maí eða byrjun júní. Þrjátíu hljóðfæriMaría Huld segir að erfitt sé að lýsa nýju plötunni. „Hún er mjög fjölbreytt. Hún er mest instrúmental en það er sungið í nokkrum lögum. Síðan er fullt af hljóðfærum, einhver þrjátíu hljóðfæri sem við notum. Annars er þetta bara í okkar stíl,“ segir hún. Til Japans í haustHeilmikið er framundan hjá Amiinu því fyrir utan tónleikaferðina til Bandaríkjanna ætlar sveitin í þriggja vikna túr til Evrópu í maí. Jafnframt ætla þær að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum og tónleikum í sumar. Í haust er síðan ferðinni heitið til Japans, Ástralíu og Nýja-Sjálands áður en þær fara aftur til Bandaríkjanna og Evrópu. Að sögn Maríu vonast þær til að platan komi örlítið fyrr út á Íslandi en úti í heimi. Myndu þær þá hugsanlega halda tónleika hér á landi í lok maí.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira